Innlent

Erkiengillinn mun kæra til dóms- og mannréttindamálaráðuneytisins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Leif Ivar Kristiansen var vísað frá landi í gær. Mynd/Tom Martinsen Dagbladet
Leif Ivar Kristiansen var vísað frá landi í gær. Mynd/Tom Martinsen Dagbladet
Leif Ivar Kristiansen, leiðtogi norskra Vítisengla, mun kæra ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa honum úr landi í gær til dóms- og mannréttindamálaráðuneytisins, samkvæmt heimildum fréttastofu.

Leif var handtekinn í Leifsstöð við komuna til landsins í fyrradag. Hann sat í varðhaldi þar til hann var sendur aftur til Noregs í gærmorgun. Hann hefur tveggja vikna frest til þess að kæra ákvörðunina.

Muni dóms- og mannréttindamálaráðuneytið staðfesta ákvörðun Útlendingastofnunar getur Kristiansen stefnt íslenska ríkinu fyrir héraðsdómi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×