„Þetta gengur ekki" 6. maí 2010 19:56 Ragna Árnadóttir. Mynd/Anton Brink Annir í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa komið í veg fyrir að gögn hafi borist saksóknara til þess að taka fyrir mál tveggja ofbeldismanna í Hæstarétti. Á meðan halda mennirnir áfram að brjóta af sér, en þeir réðust á eldri hjón um helgina. Héraðsdómur bendir á dómsmálaráðuneytið sem bendir til baka á Héraðsdóm. „Þetta gengur ekki" segir dómsmálaráðherra. Ríkissaksóknari segir að tafir á gögnum frá Héraðsdómi komi í veg fyrir að mál gegn tveimur ofbeldishrottum hafi verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir í fangelsi í október á síðasta ári en þeir áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar sem hefur ekki getað sett það á dagskrá vegna þessara tafa. Mennirnir, Viktor Már Axelsson og Axel Karl Gíslason, sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna árásar á eldri hjón í Reykjanesbæ um helgina. Nú er hálft ár síðan saksóknari óskaði eftir gögnunum frá Héraðsdómi. Hvers vegna hafa þau ekki borist? „Það er vegna þess að hér er fjöldi áfrýjana sakamála í gangi. Nú er til dæmis verið að vinna í 20 slíkum málum. Við höfðum samráð við Ríkissaksóknara um hvernig við eigum að forgangsraða vinnu við endurritsgerða í þessum málum," segir Helgi I. Jónsson, dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. En Helgi segir þetta mál ekki hafa verið í forgangi. Hann segir ennfremur að að farið hafi verið fram á að reglum um afhendingu dómsgerða í sakamálum verði breytt og endurritsgerðin færð yfir til Ríkissaksóknara. Hæstiréttur hafi í raun fallist á þetta í nóvember. Helgi I. Jónsson. Mynd/Róbert „Hinsvegar segir Hæstiréttur að það sé ekki hægt fyrr en að dómsmálaráðherra hafi mælt fyrir fjárveitingu til Ríkissaksóknara til þess að sinna þessu verkefni," segir Helgi. Helgi segist ítrekað hafa ýtt á eftir dómsmálaráðuneytinu að klára málið en hafi ekki fengið nein svör. Því sé málið í biðstöðu. Þetta segir dómsmálaráðherra hinsvegar ekki rétt og greinilegt að hver bendi á annan. „Málið stendur þannig að ráðuneytið segir að það er ekkert því til fyrirstöðu að færa verkefnið yfir til Ríkissaksóknara og þá fylgir fjárveitingin sem fylgir verkefninu auðvitað með. Þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að gera þá millifærslu," segir Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra. Hana grunar að málið snúist um það að verkefnið eigi að fara en fjármagnið eigi að vera eftir. „Við ætlum að kanna þetta. Það gengur auðvitað ekki að hafa þetta í lausu lofti." Tengdar fréttir Ofbeldismenn ganga lausir vegna álags á Héraðsdóm Hæstiréttur segir að ekki hafi verið hægt að taka fyrir mál ofbeldismanna sem réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ í fyrrakvöld vegna þess að gögn hafi ekki borist frá Ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari bendir hins vegar á Héraðsdóm, en tæplega hálft ár er síðan óskað var eftir gögnum frá Héraðsdómi. 6. maí 2010 12:06 Seinagangur Ríkissaksóknara Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. 5. maí 2010 18:31 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Annir í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa komið í veg fyrir að gögn hafi borist saksóknara til þess að taka fyrir mál tveggja ofbeldismanna í Hæstarétti. Á meðan halda mennirnir áfram að brjóta af sér, en þeir réðust á eldri hjón um helgina. Héraðsdómur bendir á dómsmálaráðuneytið sem bendir til baka á Héraðsdóm. „Þetta gengur ekki" segir dómsmálaráðherra. Ríkissaksóknari segir að tafir á gögnum frá Héraðsdómi komi í veg fyrir að mál gegn tveimur ofbeldishrottum hafi verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir í fangelsi í október á síðasta ári en þeir áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar sem hefur ekki getað sett það á dagskrá vegna þessara tafa. Mennirnir, Viktor Már Axelsson og Axel Karl Gíslason, sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna árásar á eldri hjón í Reykjanesbæ um helgina. Nú er hálft ár síðan saksóknari óskaði eftir gögnunum frá Héraðsdómi. Hvers vegna hafa þau ekki borist? „Það er vegna þess að hér er fjöldi áfrýjana sakamála í gangi. Nú er til dæmis verið að vinna í 20 slíkum málum. Við höfðum samráð við Ríkissaksóknara um hvernig við eigum að forgangsraða vinnu við endurritsgerða í þessum málum," segir Helgi I. Jónsson, dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. En Helgi segir þetta mál ekki hafa verið í forgangi. Hann segir ennfremur að að farið hafi verið fram á að reglum um afhendingu dómsgerða í sakamálum verði breytt og endurritsgerðin færð yfir til Ríkissaksóknara. Hæstiréttur hafi í raun fallist á þetta í nóvember. Helgi I. Jónsson. Mynd/Róbert „Hinsvegar segir Hæstiréttur að það sé ekki hægt fyrr en að dómsmálaráðherra hafi mælt fyrir fjárveitingu til Ríkissaksóknara til þess að sinna þessu verkefni," segir Helgi. Helgi segist ítrekað hafa ýtt á eftir dómsmálaráðuneytinu að klára málið en hafi ekki fengið nein svör. Því sé málið í biðstöðu. Þetta segir dómsmálaráðherra hinsvegar ekki rétt og greinilegt að hver bendi á annan. „Málið stendur þannig að ráðuneytið segir að það er ekkert því til fyrirstöðu að færa verkefnið yfir til Ríkissaksóknara og þá fylgir fjárveitingin sem fylgir verkefninu auðvitað með. Þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að gera þá millifærslu," segir Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra. Hana grunar að málið snúist um það að verkefnið eigi að fara en fjármagnið eigi að vera eftir. „Við ætlum að kanna þetta. Það gengur auðvitað ekki að hafa þetta í lausu lofti."
Tengdar fréttir Ofbeldismenn ganga lausir vegna álags á Héraðsdóm Hæstiréttur segir að ekki hafi verið hægt að taka fyrir mál ofbeldismanna sem réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ í fyrrakvöld vegna þess að gögn hafi ekki borist frá Ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari bendir hins vegar á Héraðsdóm, en tæplega hálft ár er síðan óskað var eftir gögnum frá Héraðsdómi. 6. maí 2010 12:06 Seinagangur Ríkissaksóknara Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. 5. maí 2010 18:31 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Ofbeldismenn ganga lausir vegna álags á Héraðsdóm Hæstiréttur segir að ekki hafi verið hægt að taka fyrir mál ofbeldismanna sem réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ í fyrrakvöld vegna þess að gögn hafi ekki borist frá Ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari bendir hins vegar á Héraðsdóm, en tæplega hálft ár er síðan óskað var eftir gögnum frá Héraðsdómi. 6. maí 2010 12:06
Seinagangur Ríkissaksóknara Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. 5. maí 2010 18:31