Enski boltinn

Tottenham vill Enrique frá Newcastle

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jose Enrique.
Jose Enrique.

Spænski bakvörðurinn Jose Enrique hjá Newcastle er á óskalistanum hjá Harry Redknapp, knattspyrnustjóra Tottenham. Redknapp er að skoða leikmenn til að styrkja varnarleik síns liðs.

Enrique hefur spilað glimrandi vel fyrir Newcastle en hann var valinn í úrvalslið ensku 1. deildarinnar eftir síðasta vetur.

Chris Hughton, stjóri Newcastle, vill halda Enrique sem kom til Newcastle frá Villareal fyrir 6 milljónir punda 2007. Tottenham er talið reiðubúið að borga 8 milljónir fyrir þjónustu hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×