Enski boltinn

Shearer sér engar framfarir í stjórnartíð Capello

Elvar Geir Magnússon skrifar
Alan Shearer lætur í sér heyra.
Alan Shearer lætur í sér heyra.

Goðsögnin Alan Shearer telur að enska landsliðið hafi ekki tekið neinum framförum síðan Ítalinn Fabio Capello tók við stjórnartaumunum fyrir tveimur og hálfu ári.

„Ef allir væru heilir þá er ég ekki viss um að hann myndi vita hvaða leikaðferð hann ætti að leika eða hvernig hann ætti að stilla liðinu upp," sagði Shearer í viðtali.

„Það gekk vel í undankeppni heimsmeistaramótsins en síðan þá hefur leiðin bara legið niður. Það þarf að byrja á að byggja upp á grasrótinni, þetta mun taka langan tíma. Því miður höfum við ekki þolinmæði í þessu landi."

„Það eru gerðar þær kröfur á landsliðið að það komist á öll stórmót og þegar það kemst á stórmót á liðið að vinna það. Eru þessar kröfur raunhæfar? Ég tel ekki."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×