Lífið

Lady Gaga búin að finna draumprinsinn

Luc Carl og Lady Gaga. MYND/Bang Showbiz
Luc Carl og Lady Gaga. MYND/Bang Showbiz

Ástarsamband Lady Gaga og Luc Carl var staðfest og blessað á formlegan máta í síðustu viku.Hún er búin að finna manninn sem hún vill eyða restinni af ævinni með.

Um var að ræða rómantíska athöfn sem haldin var á eyjunni Grete síðla kvölds. Parið játaðist hvort öðru í návist vina.

Haft er eftir heimildarmanni sem var viðstaddur athöfnina: „Þetta er fyrsta skref þeirra í átt að heilögu hjónabandi. Þau voru bæði uppáklædd og lásu upp falleg hátíðleg loforð til hvors annars."

Parið skiptist á hringum og síðan var boðið upp á mat og drykki á litlum veitingastað á eyjunni. Lady Gaga var klædd í hvítan síðkjól og Luc í hvítan jakka og silfraðar sebramunstraðar buxur.

Lady Gaga er sögð hafa uppgötvað hvað hún þarfnast Luc mikið þegar afi hennar, Joseph Germanotta, féll frá.

„Það var góð áminning til hennar hvað lífið er stutt þegar afi hennar dó. Hún vill aldrei missa Luc og staðfesti þess vegna ást sína á honum," sagð umræddur heimildarmaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.