Erlent

Börnin rata ekki lengur heim

Óli Tynes skrifar

Þúsundir breskra barna hafa enga hugmynd um hvar þau eiga heima vegna þess að þau ganga ekki lengur í skólann.

Það var bílaframleiðandinn Kia Motors sem lét gera könnun sem leiddi þetta í ljós. Það verður æ algengara að börn séu keyrð nær hvert sem þau fara.

Þetta virðist hafa slæm áhrif á ratvísi þeirra. Yfir heildina virðast 20 prósent breskra barna ekki vita hvar þau eiga heima.

Þetta er mismunandi eftir landshlutum. Það virðist mest vera ekið með börnin í Wales og þar vita 40 prósent barna ekki heimilisfang sitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×