Fótbolti

Ray byrjunarliðsmaður í filippseyska landsliðinu - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ray Anthony Jónsson
Ray Anthony Jónsson
Grindvíkingurinn Ray Anthony Jónsson leikmaður Grindavíkur lék alla leikina með landsliði Filippseyja í undankeppni suðaustur Asíukeppninnar í fótbolta, AFF Suzuki Cup, sem fram fór í Laos nú í lok október en síðasti leikur Ray og félaga var í gær.

Filippseyjar tryggðu sér sæti í 8 liða úrslitakeppni ásamt Laos sem fram fer 1. til 29. desember nk. Óhætt er að segja að Ray sé að taka þátt í miklu ævintýri en hann kemur heim í lok vikunnar og fer svo aftur út í lok nóvember.´Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Grindavíkur.

Ray var í byrjunarliði Filippseyja í öllum leikjunum og lék yfirleitt sem vinstri bakvörður. Filippseyjar unnu Timor Leste í fyrsta leiknum 5-0. Ray átti þátt í einu marka Filippseyja í leiknum. Í næsta leik lentu Filippseyjar undir gegn Laos 2-0 en tókst að jafna metin í uppbótartíma.

Í lokaleiknum í undanriðlinum gerðu Filippseyjar markalaust jafntefli gegn Kambódíu og máttu Ray og félagar reyndar þakka fyrir að ná stigi. En það dugði til þess að komast í úrslitakeppninna en þrjú lið urðu efst og jöfn. Tvö komust áfram sem voru með bestu markatöluna.

Það má sjá myndband af Ray Anthony í leiknum á móti Kambódíu með því að smella hér en þessi nýjasti liðsmaður filippseyska landsliðsins leikur í treyju númer 27.

Auk Filippseyja munu landslið Indónesíu, Malasíu, Myanmar, Singapore, Tælands, Víetnams og Laos taka þátt í lokakeppni auðaustur Asíuþjóða í desember en mótið er skipulagt af asíska knattspyrnusambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×