Aron Einar: Þeir eru hræddir við okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Edinborg skrifar 11. október 2010 12:00 Aron Einar Gunnarsson. Mynd/Vilhelm Aron Einar Gunnarsson segir að það sé góð stemning í íslenska U-21 liðinu fyrir leikinn mikilvæga gegn Skotum í dag. Ísland vann fyrri leik þessara liða á fimmtudaginn, 2-1, en sigurvegarinn í rimmunni kemst í úrslitakeppni EM á næsta ári. Íslandi dugar því jafntefli í kvöld en búast má við að Skotar verði sterkari á heimavelli í kvöld en þeir voru á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn síðastliðinn. „Þetta verður reynsla fyrir okkur strákana," sagði Aron Einar. Hann er óhræddur við þá tilhugsun að á vellinum verði um fimmtán þúsund öskrandi Skotar í stúkunni. „Við erum nokkrir sem spilum fyrir framan 20 þúsund manns í hverri viku. En þetta er landsleikur og ákveðið stolt sem fylgir því að spila þannig leiki. Þetta verður fyrst og fremst gaman og þó svo að þeir verði með áhorfendur á sínu bandi reikna ég ekki með að það breyti þeirra leikstíl mikið." „Við erum með betra lið en þeir. Við erum með betri fótboltamenn. Ef okkur tekst að komast í úrslitakeppnina væri það stór stund fyrir íslenska knattspyrnu. Ég finn að fólkið heima er stolt af okkur og styður okkur heilshugar. Það eigum við að nýta okkur og við eigum að klára þetta." „Ég segi einfaldlega að ef þér tekst ekki að gíra þig upp fyrir svona leik þá áttu ekki að vera í fótbolta. Þetta er það stór leikur. Ef þú ert ekki klár í slaginn þá er eitthvað að." Hann reiknar jafnvel með því að meiri harka verði í leiknum í kvöld en á fimmtudaginn. „Það gæti verið. Kannski eiga þeir eftir að brjóta meira á okkur en þá erum við með Gylfa og Jóa sem geta tekið aukaspyrnur. Gylfi skorar úr aukaspyrnum í nánast hverjum einasta leik. Við höfum því ekki miklar áhyggjur af því enda eigum við alltaf eitthvað í pokahorninu." „Við munum, eins og í fyrri leiknum, eftir að leggja upp með að sækja mikið upp kantana. Ég finn að þeir eru hræddir við okkur. Maður sér það á því hvernig þeir tala í blöðunum. Þeir segja að við séum með betra lið og að þeir muni reyna að vinna 1-0. En við eigum eftir að skora á morgun - ef mark þá mörk. Það er pottþétt." Íslenski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson segir að það sé góð stemning í íslenska U-21 liðinu fyrir leikinn mikilvæga gegn Skotum í dag. Ísland vann fyrri leik þessara liða á fimmtudaginn, 2-1, en sigurvegarinn í rimmunni kemst í úrslitakeppni EM á næsta ári. Íslandi dugar því jafntefli í kvöld en búast má við að Skotar verði sterkari á heimavelli í kvöld en þeir voru á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn síðastliðinn. „Þetta verður reynsla fyrir okkur strákana," sagði Aron Einar. Hann er óhræddur við þá tilhugsun að á vellinum verði um fimmtán þúsund öskrandi Skotar í stúkunni. „Við erum nokkrir sem spilum fyrir framan 20 þúsund manns í hverri viku. En þetta er landsleikur og ákveðið stolt sem fylgir því að spila þannig leiki. Þetta verður fyrst og fremst gaman og þó svo að þeir verði með áhorfendur á sínu bandi reikna ég ekki með að það breyti þeirra leikstíl mikið." „Við erum með betra lið en þeir. Við erum með betri fótboltamenn. Ef okkur tekst að komast í úrslitakeppnina væri það stór stund fyrir íslenska knattspyrnu. Ég finn að fólkið heima er stolt af okkur og styður okkur heilshugar. Það eigum við að nýta okkur og við eigum að klára þetta." „Ég segi einfaldlega að ef þér tekst ekki að gíra þig upp fyrir svona leik þá áttu ekki að vera í fótbolta. Þetta er það stór leikur. Ef þú ert ekki klár í slaginn þá er eitthvað að." Hann reiknar jafnvel með því að meiri harka verði í leiknum í kvöld en á fimmtudaginn. „Það gæti verið. Kannski eiga þeir eftir að brjóta meira á okkur en þá erum við með Gylfa og Jóa sem geta tekið aukaspyrnur. Gylfi skorar úr aukaspyrnum í nánast hverjum einasta leik. Við höfum því ekki miklar áhyggjur af því enda eigum við alltaf eitthvað í pokahorninu." „Við munum, eins og í fyrri leiknum, eftir að leggja upp með að sækja mikið upp kantana. Ég finn að þeir eru hræddir við okkur. Maður sér það á því hvernig þeir tala í blöðunum. Þeir segja að við séum með betra lið og að þeir muni reyna að vinna 1-0. En við eigum eftir að skora á morgun - ef mark þá mörk. Það er pottþétt."
Íslenski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira