Manchester City vann 2-1 útisigur á Fulham í dag. Eftir sigurinn er City í fimmta sæti deildarinnar, tveimur stigum fyrir ofan Liverpool og tveimur stigum á eftir Tottenham
Roque Santa Cruz kom City yfir eftir sjö mínútna leik í dag. Carlos Tevez bætti síðan við öðru marki fyrir City og staðan 2-0 í hálfleik.
Danny Murphy minnkaði muninn fyrir Fulham með eina marki síðari hálfleiksins. Það kom úr vítaspyrnu eftir að boltinn hafði farið í höndina á Gareth Barry.