Fá enn fjarnám þótt ráðuneyti vilji skera 20. mars 2010 04:00 GrunnskólaNemendur Menntamálaráðuneytið þarf að skera niður framlög og skipar framhaldsskólum að hætta að veita áhugasömum grunnskólanemum aðgang að kennslu á framhaldsskólastigi. Myndin er af nemendum í samræmdum prófum í Hlíðaskóla.Fréttablaðið/GVA Bæði Fjölbrautaskólinn í Ármúla og Verzlunarskóli Íslands halda áfram að kenna grunnskólanemum í fjarnámi þrátt fyrir ákvörðun menntamálaráðuneytisins um að afnema fjárveitingar til þessa liðar frá síðustu áramótum. Samhliða námi í grunnskóla hafa nemar í efstu bekkjum þar getað stundað nám á framhaldsskólastigi og þannig meðal annars flýtt fyrir framhaldsnáminu þegar þar að kemur. „Vorið 2008 voru 1.460 grunnskólanemendur í tíunda bekk líka í áföngum í framhaldsskóla, ýmist í fjarnámi eða með því að ganga í viðkomandi framhaldsskóla eða að læra í sínum heimaskóla eftir kennsluáætlun frá einhverjum framhaldsskóla. Sú kennsla sem fór fram á kostnað framhaldsskólanna var felld niður,“ útskýrir Sölvi Sveinsson, hjá framhaldsskólasviði menntamálaráðuneytisins. Með þessu eigi að spara 120 milljónir króna. Að sögn Sölva er mikill meirihluti grunnaskólanema í fjarnámi skráður í Fjölbrautaskólann í Ármúla, Verzlunarskóla Íslands eða Verkmenntaskólann á Akureyri. „Við ákváðum að að skipta ekki um plan á miðjum vetri heldur leyfa þeim krökkum sem voru hjá okkur, og jafnvel fleirum frá sömu skólum, að koma inn eins og þau vildu,“ segir Sigurlaug Kristmannsdóttir, fjarnámsstjóri Verzlunarskóla Íslands. Breytingin sé sú að nú greiði grunnskólanemendur sama gjald og aðrir fyrir fjarnám. Það sé um 13 þúsund krónur á nemanda fyrir þriggja eininga nám með innritunargjaldi. Þessi upphæð dugi þó alls ekki fyrir kostnaði. Sigurlaug segir að á þessari önn hafi niðurskurðurinn í fjarnámi Verzlunarskólans í heild aðeins verið fimm prósent en ekki fimmtíu prósent eins og menntamálaráðuneytið mælti fyrir um. Á næstu haustönn verðum við því nánast með ekki neitt fjarnám því þá erum við búin með okkar kvóta,“ segir hún. Steinunn Hafstað hjá fjarnámsdeild Fjölbrautaskólans í Ármúla segir að þar hafi menn talið sig verið búna að gera samninga við grunnskólana út skólaárið. „Þannig að við tókum við nemendum fram á vorið. Síðan á eftir að koma í ljós hvort við fáum greitt fyrir það,“ segir Steinunn sem kveður líklegt að skólinn innheimti hámarksgjald af grunnskólanemum frá næsta hausti. Það verði allt að þrjátíu þúsund krónur með innritunargjaldi fyrir þriggja eininga nám. Ingimar Árnason, kennslustjóri fjarkennslu Verkmenntaskólans á Akureyri, segir að þar hafi öll fjarkennsla verið skorinn niður um helming um áramót. „Og við fórum einfaldlega að skipun ráðuneytisins og innrituðum enga grunnskólanemendur fyrir þessa önn,“ segir Ingimar. Hann kveður þessa nmendur þó hafa fengið inni í fjarnámsdeildum skólanna sem enn halda því úti. gar@frettabladid.is Sunna Hafstað Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira
Bæði Fjölbrautaskólinn í Ármúla og Verzlunarskóli Íslands halda áfram að kenna grunnskólanemum í fjarnámi þrátt fyrir ákvörðun menntamálaráðuneytisins um að afnema fjárveitingar til þessa liðar frá síðustu áramótum. Samhliða námi í grunnskóla hafa nemar í efstu bekkjum þar getað stundað nám á framhaldsskólastigi og þannig meðal annars flýtt fyrir framhaldsnáminu þegar þar að kemur. „Vorið 2008 voru 1.460 grunnskólanemendur í tíunda bekk líka í áföngum í framhaldsskóla, ýmist í fjarnámi eða með því að ganga í viðkomandi framhaldsskóla eða að læra í sínum heimaskóla eftir kennsluáætlun frá einhverjum framhaldsskóla. Sú kennsla sem fór fram á kostnað framhaldsskólanna var felld niður,“ útskýrir Sölvi Sveinsson, hjá framhaldsskólasviði menntamálaráðuneytisins. Með þessu eigi að spara 120 milljónir króna. Að sögn Sölva er mikill meirihluti grunnaskólanema í fjarnámi skráður í Fjölbrautaskólann í Ármúla, Verzlunarskóla Íslands eða Verkmenntaskólann á Akureyri. „Við ákváðum að að skipta ekki um plan á miðjum vetri heldur leyfa þeim krökkum sem voru hjá okkur, og jafnvel fleirum frá sömu skólum, að koma inn eins og þau vildu,“ segir Sigurlaug Kristmannsdóttir, fjarnámsstjóri Verzlunarskóla Íslands. Breytingin sé sú að nú greiði grunnskólanemendur sama gjald og aðrir fyrir fjarnám. Það sé um 13 þúsund krónur á nemanda fyrir þriggja eininga nám með innritunargjaldi. Þessi upphæð dugi þó alls ekki fyrir kostnaði. Sigurlaug segir að á þessari önn hafi niðurskurðurinn í fjarnámi Verzlunarskólans í heild aðeins verið fimm prósent en ekki fimmtíu prósent eins og menntamálaráðuneytið mælti fyrir um. Á næstu haustönn verðum við því nánast með ekki neitt fjarnám því þá erum við búin með okkar kvóta,“ segir hún. Steinunn Hafstað hjá fjarnámsdeild Fjölbrautaskólans í Ármúla segir að þar hafi menn talið sig verið búna að gera samninga við grunnskólana út skólaárið. „Þannig að við tókum við nemendum fram á vorið. Síðan á eftir að koma í ljós hvort við fáum greitt fyrir það,“ segir Steinunn sem kveður líklegt að skólinn innheimti hámarksgjald af grunnskólanemum frá næsta hausti. Það verði allt að þrjátíu þúsund krónur með innritunargjaldi fyrir þriggja eininga nám. Ingimar Árnason, kennslustjóri fjarkennslu Verkmenntaskólans á Akureyri, segir að þar hafi öll fjarkennsla verið skorinn niður um helming um áramót. „Og við fórum einfaldlega að skipun ráðuneytisins og innrituðum enga grunnskólanemendur fyrir þessa önn,“ segir Ingimar. Hann kveður þessa nmendur þó hafa fengið inni í fjarnámsdeildum skólanna sem enn halda því úti. gar@frettabladid.is Sunna Hafstað
Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira