Enski boltinn

Redknapp: Chelsea enn líklegast

Elvar Geir Magnússon skrifar
Stamford Bridge.
Stamford Bridge.

„Ég tel Chelsea enn vera líklegasta liðið til að hampa titlinum. Manchester United og Arsenal koma þar rétt á eftir," segir Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham.

Chelsea og Manchester United eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar nú þegar fjórtán umferðum er lokið.

„Chelsea hefur þurft að leika án sterkra lykilmanna eins og Lampard, Terry og Essien. Að sjálfsögðu hefur það haft áhrif. Þegar líður á og nálgast úrslitastundu verður liðið þó á sínum stað í baráttu um titla," segir Redknapp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×