Enski boltinn

Ferguson: Hef breytt liðinu of mikið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að það sé sér að kenna að liðið hafi ekki sýnt nægilega mikinn stöðugleika á tímabilinu.

United er reyndar enn taplaust í öllum keppnum á tímabilinu en hefur gert sjö jafntefli í fjórtán leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er með 28 stig, jafn mörg og topoplið Chelsea, en með lakara markahlutfall.

„Kannski hef ég breytt liðinu of mikið," sagði Ferguson í samtali við enska fjölmiðla. „Við höfum oft breytt um sóknarmenn og ég verð að taka ábyrgð á því."

„Ég held að ég hafi ekki verið nógu duglegur að láta sama liðið spila og því skortir okkur stöðugleika. Það þurfum við að laga. við þurfum að komast til meðvitundar."

„Við höfum stundum staðið okkur mjög vel en einnig ollið vonbriðgum. Við höfum ekki spilað vel í síðustu leikjum og það er fyrst og fremst heppni að önnur lið í toppbaráttunni hafa heldur ekki verið að standa sig."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×