Fótbolti

Hlutum hent í Melo við heimkomuna - Umkringdur lífvörðum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Melo skallar boltann framhjá Julio Cesar.
Melo skallar boltann framhjá Julio Cesar. AFP
Þegar Brasilíumenn sneru heim eftir að hafa dottið út á HM biðu þeirra óskemmtilegar móttökur. Felipe Melo lenti verst í því. Hann átti hvað mesta sök á tapinu gegn Holland í átta liða úrslitunum, varð til þess að Wesley Sneijder skoraði tvö mörk, fyrst með því að breyta stefnu boltans og svo með lélegri dekkningu, áður en hann fékk rautt spjald. Aðskotahlutum var kastað að Melo og reynt var að ýta í hann á flugvellinum í Rio de Janeiro. Hann þurfti að hlaupa frá stuðningsmönnunum og var umkrindgur lífvörðum. Faðir hans keyrði hann í burtu um leið og hann komst út í bíl. Kleberson, Juan og Thiago Silva lenti einnig í vandræðum með stuðningsmenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×