Fótbolti

Verðlaun besta leikmanns heims sameinuð

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Messi vann bæði verðlaunin fyrir síðasta ár.
Messi vann bæði verðlaunin fyrir síðasta ár. AFP
Frá og með næsta ári verða aðeins ein verðlaun veitt besta knattspyrnumanni heims. Hingað til hefur Gullknötturinn verið veittur auk FIFA verðlaunanna sjálfra.

Síðast var það árið 2004 að sami leikmaður hlaut ekki bæði verðlaunin þegar Ronaldinho og Andriy Shevchenko urðu heiðursins aðnjótandi.

Nýju verðlaunin munu heita Gullknötturinn, Ballon d'Or.

Þeir sem veita hann hafa alltaf verið blaðamenn en þjálfarar og landsliðsfyrirliðar velja besta leikmanninn hjá FIFA, allt eftir flóknu stigakerfi.

Sambandið hefur þó ekki greint frá því hvernig besti leikmaður heims verður valinn en hugsanlegt er að samblanda þessa tveggja kerfa verði fyrir valinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×