Fótbolti

Þjálfari Panathinaikos hætti en hætti svo við að hætta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það hafa verið læti í stuðningsmönnum Panathinaikos upp á síðkastið.
Það hafa verið læti í stuðningsmönnum Panathinaikos upp á síðkastið. Mynd/AP
Það er alltaf líf og fjör í kringum þjálfaranna í gríska fótboltanum enda hvergi algengara en að þjálfarar þurfti að taka pokann sinn ef illa gengur. Í gær leit út fyrir að þjálfari Panathinaikos, Nikos Nioplias, væri búinn að fá nóg af starfinu en forráðamenn félagsins náðu að tala hann til.

Nikos Nioplias kom með bombu á blaðamannfundi í gær eftir 4-1 sigur Panathinaikos á Ergotelis og sagðist vera hættur sem þjálfari liðsins. „Ég get ekki staðið í því að vera kallaður besti þjálfarinn í ágúst en vera síðan aðhlátursefni mánuði síðar. Ég mun ganga á fund forsetans og tilkynna honum það að ég vilji ekki þjálfa Panathinaikos aftur," sagði Nikos Nioplias en 35 mínútum síðar var komið annað hljóð í karlinn.

Nioplias breytti um skoðun eftir að hann fór á umræddan fund með forsetanam Nicholas Pateras auk þess að fá fullvissu sína fyrir því að hann hefði stuðning stjórnar félagsins.

Panathinaikos er í 2. sæti í grísku deildinni og hefur fengið 11 stig út úr fyrstu fimm leikjunum. Liðið er aðeins einu stigi á eftir Olympiakos. Vandamálið hefur verið í Meistaradeildinni þar sem liðið hefur tapaða fyrstu tveimur leikjum sínum á móti Barcelona (1-5) og FC Kaupmannahöfn (0-2).

Djibril Cisse skoraði tvö mörk fyrir Panathinaikos í gær en hin mörkin skoruðu þeir Nikos Spyropoulos og Costas Katsouranis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×