Meiðsli lykilmanna mikil fyrir HM Hjalti Þór Hreinsson skrifar 10. júní 2010 06:30 Ballack gengur um á hækjum þessa dagana. GettyImages Meiðsli setja strik í reikninginn hjá mörgum liðum í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem hefst á morgun. Lykilmenn margra liða þurfa að bíta í það súra epli að horfa á stærsta íþróttaviðburð ársins heima hjá sér. Fernando Torres var stærsta áhyggjuefni Evrópumeistara Spánar en hann virðist ætla að ná sér í tæka tíð. Ásamt honum á Andrés Iniesta við meiðsli að stríða en líklega geta báðir spilað í fyrsta leik riðlakeppninnar. Brasilíumenn eiga ekki í neinum vandræðum, þeir leika ekki fyrr en 15. júní og markmaðurinn Julio Cesar verður klár í slaginn þá. Sömu sögu er að segja af Argentínu. Enska landsliðið varð fyrir áfalli þegar Rio Ferdinand meiddist þegar hann var kominn til Suður-Afríku. Þá má ekki gleyma því að David Beckham er meiddur og væri í hópnum ef svo væri ekki. Gareth Barry er enn spurningamerki, meiðsli hans setja stórt strik í reikninginn þar sem enginn annar virðist geta spilað með Frank Lampard á miðjunni. Portúgal mun sakna Nani og Jose Bosingwa, Nani var arkitekt sóknarleiks þeirra ásamt Cristiano Ronaldo. Þá er það áfall fyrir Frakka að Lassana Diarra verður ekki með, hann var frábær sem varnarsinnaður miðjumaður í undankeppninni. Þá er Arjen Robben tæpur hjá Hollandi og aðal markaskorari Dana, Nicklas Bendtner er tæpur. Andrea Pirlo er einnig lykilmaður hjá Heimsmeisturunum, Ítölum. Hann er mjög tæpur fyrir allt mótið en er samt í hópnum. Svo mikils er hann metinn. Hugsanlegt er að hann geti spilað í síðasta leik riðlakeppninnar. Fyrirliði Þjóðverja verður ekki með, Michael Ballack. Þá vantar einnig Rene Adler sem hefði byrjað í markinu, Heiko Westermann sem hefði byrjað í vörninni og Simon Rofles sem hefði líklega byrjað á miðjunni með Ballack. Afríkuliðin eru heldur ekki heppin, hjá Ghana vantar Michael Essien, besta mann liðsins og fyrirliða. Didier Drogba er enn meiddur og óvíst er um þátttöku hans. John Obi Mikel verður ekki með Nígeríu, enn einn leikmaður Chelsea sem forfallast. Þá eru ýmsir fleiri menn tæpir fyrir fyrstu umferðina. Opnunarleikurinn á morgun verður leikur heimamanna og Mexíkó. Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Meiðsli setja strik í reikninginn hjá mörgum liðum í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem hefst á morgun. Lykilmenn margra liða þurfa að bíta í það súra epli að horfa á stærsta íþróttaviðburð ársins heima hjá sér. Fernando Torres var stærsta áhyggjuefni Evrópumeistara Spánar en hann virðist ætla að ná sér í tæka tíð. Ásamt honum á Andrés Iniesta við meiðsli að stríða en líklega geta báðir spilað í fyrsta leik riðlakeppninnar. Brasilíumenn eiga ekki í neinum vandræðum, þeir leika ekki fyrr en 15. júní og markmaðurinn Julio Cesar verður klár í slaginn þá. Sömu sögu er að segja af Argentínu. Enska landsliðið varð fyrir áfalli þegar Rio Ferdinand meiddist þegar hann var kominn til Suður-Afríku. Þá má ekki gleyma því að David Beckham er meiddur og væri í hópnum ef svo væri ekki. Gareth Barry er enn spurningamerki, meiðsli hans setja stórt strik í reikninginn þar sem enginn annar virðist geta spilað með Frank Lampard á miðjunni. Portúgal mun sakna Nani og Jose Bosingwa, Nani var arkitekt sóknarleiks þeirra ásamt Cristiano Ronaldo. Þá er það áfall fyrir Frakka að Lassana Diarra verður ekki með, hann var frábær sem varnarsinnaður miðjumaður í undankeppninni. Þá er Arjen Robben tæpur hjá Hollandi og aðal markaskorari Dana, Nicklas Bendtner er tæpur. Andrea Pirlo er einnig lykilmaður hjá Heimsmeisturunum, Ítölum. Hann er mjög tæpur fyrir allt mótið en er samt í hópnum. Svo mikils er hann metinn. Hugsanlegt er að hann geti spilað í síðasta leik riðlakeppninnar. Fyrirliði Þjóðverja verður ekki með, Michael Ballack. Þá vantar einnig Rene Adler sem hefði byrjað í markinu, Heiko Westermann sem hefði byrjað í vörninni og Simon Rofles sem hefði líklega byrjað á miðjunni með Ballack. Afríkuliðin eru heldur ekki heppin, hjá Ghana vantar Michael Essien, besta mann liðsins og fyrirliða. Didier Drogba er enn meiddur og óvíst er um þátttöku hans. John Obi Mikel verður ekki með Nígeríu, enn einn leikmaður Chelsea sem forfallast. Þá eru ýmsir fleiri menn tæpir fyrir fyrstu umferðina. Opnunarleikurinn á morgun verður leikur heimamanna og Mexíkó.
Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira