Fótbolti

Messi verður fyrirliði Argentínu á móti Japan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi fékk gullskó Evrópu afhentan á dögunum.
Lionel Messi fékk gullskó Evrópu afhentan á dögunum. Mynd/AP
Lionel Messi virðist vera búinn að ná sér að fullu af ökklameiðslunum því hann mun spila með Argentínu í vináttuleik á móti Japan á morgun. Sergio Batistuta, þjálfari Argentínumanna ætlar að gera Messi að fyrirliða liðsins.

„Messi er búinn að ná sér af meiðslunum og er klár í leikinn. Ég ætla ekki að segja ykkur byrjunarliðið því ég er ekki búinn að láta leikmennina vita en það sem er á hreinu er að Messi er búinn að ná sér hundrað prósent," sagði Batistuta.

„Ég talaði við Messi og sagði honum að hann fengi fyrirliðabandið. Ég benti honum á það að ég vildi ekki að hann fyndi fyrir einhverri aukapressu með því að bera fyrirliðabandið. Ég vil bara að hann verði afslappaður og njóti þess að spila," sagði Batistuta en Messi tekur við fyrirliðabandinu af Javier Mascherano.

„Ég er ekki sammála því að Messi hafi ekki spilað vel fyrir Argentínu. Það er tvennt ólíkt að spila fyrir landslið og félagslið og fólk býst við alltof miklu af honum með landsliðinu. Hann spilaði vel á HM en hann getur auðvitað bætti sinn leik líka," sagði Batistuta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×