Innlent

Sala á flugferðum aðeins fjórðungur af því sem var fyrir gos

Karen Kjartansdóttir skrifar

Það sem stefndi í að verða mesta ferðamannasumar í manna minnum er aðeins svipur hjá sjón eftir eldgosið. Salan er aðeins fjórðungur af því sem var fyrir gos. Þetta segir Matthías Imsland forstjóri Iceland Express. Hann vonar þó að hægt verði að lenda á Keflavíkurflugvelli á morgun.

Í flugsögu Íslands hefur aldrei orðið jafn mikil röskun og flugmálayfirvöld hafa þurft að glíma við undanfarna daga. Allt flug hefur verið í uppnámi, nær öllu innanlandsflugi var í dag aflýst og millilandaflug hefur verið frá flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum.

Ólíklegt þótti að hægt yrði að nota Keflavíkurflugvöll fyrr en á þriðjudag í fyrsta lagi en nú eru vindar orðnir hagstæðari. Matthías Imsland segir að útlitið sé gott núna en bendir á að öskuspár komi út á sex tíma fresti.

Hann segir mikið hafa tekið á að halda uppi flugsamgöngum. Mikið tjón hafi orðið en mesti skaðinn sé þó í bókunum. Salan nú sé aðeins fjórðungur af því sem verið hafði vikurnar fyrir gos. Hann segir að ráðast verði í öfluga landkynningu hið allra fyrsta ef hér á ekki að verða hrun í ferðamannaiðnaði.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.