Enski boltinn

Þurfum að byggja ofan á þennan sigur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að liðið verði að byggja ofan á sigurinn góða gegn Everton um helgina.

Liverpool er loks byrjað að sýna smá stöðugleika og kláraði Everton þó svo liðið væri manni færri í klukkutíma.

„Það er alltaf gaman að vinna nágrannana en hvernig við unnum þá gerði sigurinn virkilega sætan. Sérstaklega þar sem við misstum mann af velli eftir hálftíma leik," sagði Gerrard.

„Það sást vel á mönnum eftir leikinn hversu mikilvægur þessi sigur var og menn voru enn í sigurvímu inn í klefa. Við þurfum að taka þá jákvæða úr þessum leik með okkur í næsta leik.

„Það er alltaf erfitt að spila gegn Arsenal á útivelli en við verðum að byggja ofan á þennan sigur og spila annan svona leik."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×