Fótbolti

Spánverjar einbeittir fyrir kvöldið

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Allra augu beinast að David Villa í kvöld þegar Spánn mætir Paragvæ í átta liða úrslitum HM. Hann hefur verið einn besti leikmaður HM og Paragvæ, sem hefur skorað þrjú mörk á mótinu og fengið á sig eitt, þarf að finna leiðir til að stoppa hann. Villa hefur skorað fjögur mörk á mótinu, fleiri en allt lið Paragvæ.

Xabi Alonso segir að Spánverjar hugsi ekkert um mögulegan undanúrslitaleik gegn Argentínumönnum eða Þjóðverjum, þeir verði að klára Paragvæ fyrst. Flestir búast við auðveldum sigri Spánar.

„Við verðum að sýna þolinmæði og að passa okkur að flýta okkur ekki um of. Við viljum skora snemma til að opna leikinn," sagði Alonso.

Gerardo Martino, þjálfari Paragvæ, segir að sitt lið megi ekki bara hugsa um að verjast. „Við verðum að sækja líka, við ætlum ekkert að spila upp á að komast í vítaspyrnukeppni aftur," sagði þjálfarinn en liðið vann einmitt Japan eftir vítaspyrnukeppni í 16 liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×