Enski boltinn

Eiður Smári á bekknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári á æfingu með Stoke City.
Eiður Smári á æfingu með Stoke City. Mynd/Heimasíða Stoke

Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Stoke City sem tekur á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni nú í kvöld.

Eiður Smári gekk í raðir Stoke í lok síðasta mánaðar og hefur æft með liðinu í tæpar tvær vikur.

Tony Pulis, stjóri Stoke, verður ekki á hliðarlínunn í kvöld af persónulegum ástæðum, eftir því sem kom fram í enskum fjölmiðlum í kvöld.

Gerard Houllier, nýráðinn stjóri Aston Villa, verður heldur ekki á bekknum hjá Villa þar sem hann á enn eftir að ganga frá starfslokum hjá franska knattspyrnusambandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×