Enski boltinn

Green verður að taka mótlæti eins og karlmaður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það á ekki af aumingja Robert Green að ganga. Það hefur væntanlega enginn gleymt markinu sem hann fékk á sig í leik Englands og Bandaríkjanna á HM í sumar. Hann missti þá boltann í gegn klofið á sér.

Green fékk á sig annað klaufamark í leiknum gegn Chelsea. Stuðningsmenn félagsins eru eitthvað orðnir þreyttir á honum og sumir þeirra bauluðu á hann um helgina.

"Það má rétt ímynda sér hvernig Green líður. Svona er samt líf íþróttamannsins. Ég veit ekki hvort atvikið á HM er enn að plaga hann. Þið verðið að spyrja hann að því. Hann er samt góður markvörður," sagði Avram Grant, stjóri West Ham, en hann segir að Green verði að taka mótlætinu eins og karlmaður.

"Stuðningsmenn voru erfiðir gagnvart Beckham árið 1998 og mjög harðir við Ronaldo árið 2006. Stundum elska stuðningsmenn leikmenn og stundum eru þeir á móti leikmönnum. Menn verða að halda áfram sama hvað gengur á. Rob er harður gaur og þarf að taka þessu eins og karlmaður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×