Enski boltinn

Aðgerð Zamora heppnaðist vel

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Bobby Zamora, framherji Fulham, varð fyrir því óláni að fótbrotna í leik gegn Úlfunum um helgina og verður lengi frá. Hann spilar líklega ekki aftur fyrr en eftir áramót.

Hann er búinn að gangast undir aðgerð vegna meiðslanna og aðgerðin þótti heppnast vel.

Engu að síður verður hann lengi að ná sér þar sem liðbönd sködduðust ásamt því að hann brotnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×