Enski boltinn

Jóhannes Karl opnaði markareikninginn hjá Huddersfield

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson. Nordic Photos / Getty Images

Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði síðara markið í 2-0 sigri Huddersfield á Southampton í ensku C-deildinni í dag.

Jóhannes Karl lék allan leikinn fyrir Huddersfield sem komst upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum í dag. Þetta var fyrsta deildarmark Jóhannesar Karls fyrir Huddersfield.

Ármann Smári Björnsson kom inn á sem varamaður í lok leiks sinna manna í Hartlepool gegn Leyton Orient. Ármann Smári og félagar töpuðu leiknum, 1-0.

Kári Árnason lék allan leikinn fyrir Plymouth sem tapaði, 2-0, fyrir Notts County á útivelli.

Hartlepool er í sautjánda sæti deildarinnar með fimmtán stig en Plymouth í því nítjánda með þrettán. Huddersfield er með 20 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×