Fótbolti

Sven-Göran tekur við Fílabeinsströndinni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sven-Göran Eriksson.
Sven-Göran Eriksson.

Svíinn Sven-Göran Eriksson hefur verið ráðinn þjálfari Fílabeinsstrandarinnar og stýrir liðinu á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Suður-Afríku í sumar.

„Hann er reyndur þjálfari sem hefur sannað sig," sagði í tilkynningu frá knattspyrnusambandi þjóðarinnar en ekkert var gefið upp um lengd samningsins við Eriksson.

Eriksson er fyrrum þjálfari enska landsliðsins en hann tekur við Fílabeinsströndinni af Vahid Halilhodzic sem var rekinn eftir dapurt gengi á Afríkumótinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×