Enski boltinn

Diaby verður ekki lengi frá

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Miðjumaður Arsenal, Abou Diaby, mun missa af næstu tveim leikjum Arsenal vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Bolton um síðustu helgi. Í fyrstu var óttast að Diaby yrði lengi frá.

Rannsóknir hafa síðar leitt í ljós að meiðslin voru ekki eins alvarleg og í fyrstu var óttast.

Diaby er ekki eini leikmaðurinn sem er meiddur hjá Arsenal því varnarmaðurinn Thomas Vermaelen er einnig meiddur en ætti að vera klár um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×