Enski boltinn

Redknapp gæti látið William Gallas fá fyrirliðabandið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
William Gallas lék með franska landsliðinu á HM.
William Gallas lék með franska landsliðinu á HM. Mynd/GettyImages
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, er að velta því alvarlega fyrir sér að láta William Gallas fá fyrirliðabandið þegar hann leikur sinn fyrsta leik fyrir Tottenham á móti West Bromwich Albion í dag.

William Gallas kom til Tottenham á frjálsri sölu í síðasta mánuði eftir að samningur hans við nágrannana í Arsenal rann út. Gallas lék þar á undan í fimm ár með Chelsea eftir að hafa komið til Englands frá Marseille árið 2001.

„Það eru góðar líkur á því að ég muni nota William á laugardaginn og ég er meira að segja að hugsa um að gera hann að fyrirliða," sagði Harry Redknapp.

„Ég er að hugsa um það. Hann spilaði í 70 mínútur í æfingaleik á móti QPR og var frábær. Hann er líka góður drengur og ég hef verið mjög hrifinn af honum sem náunga. Hann gæti vel orðið miðpunktur í okkar liði," sagði Redknapp.

Ledley King, fyrirliði Tottenham, er að glíma við krónísk hnémeiðsli og verður væntanlega ekki með á móti West Brom þar sem að Redknapp vill örugglega hvíla hann fyrir fyrsta leikinn í Meistaradeildinni á móti

Werder Bremen á þriðjudaginn.

Michael Dawson, en annar leikmaður sem gæti tekið við fyrirliðabandinu en hann meiddist með landsliði Englands og verður frá næstu tvo mánuði. Það er síðan óljóst hvort að Robbie Keane komist í byrjunarliðið en hann hefur einnig borið fyrirliðabandið hjá liðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×