Enski boltinn

Heiðar skoraði og Queens Park Rangers er á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heiðar Helguson.
Heiðar Helguson. Mynd/GettyImages
Heiðar Helguson skoraði fyrsta mark Queens Park Rangers í 3-0 heimasigri á Middlesbrough í ensku b-deildinni í dag. Sigurinn kom QPR í efsta sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Cardiff City en betri markatölu.

Heiðar skoraði markið sitt úr vítaspyrnu á 49. mínútu en hann fiskaði vítið sjálfur. Hogan Ephraim kom QPR í 2-0 fjórum mínútum síðar en það var síðan Jamie Mackie sem skoraði þriðja mark liðsins á aðeins tíu mínútna kafla.

Heiðar lék allan leikinn í framlínu QPR en þetta var þriðja deildarmarkið hans á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×