Enski boltinn

Rooney ekki í hópnum hjá Manchester United á móti Everton

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney
Wayne Rooney Mynd/GettyImages
Wayne Rooney verður ekki með Manchester United á móti sínu gamla félagi í Everton þegar liðin mætast á Goodison Park eftir hálftíma. Sir Alex Ferguson, stjóri United, hefur tekið þá ákvörðun að hvíla framherjann sinn í leiknum.

Það hefur verið mikið skrifað um Wayne Rooney í slúðurblöðunum síðustu vikuna eftir að upp komst um ítrekað framhjáhald hans með vændiskonu á meðan kona hans var ófrísk.

Það var búist við því að stuðningsmenn Everton myndu gera Wayne Rooney lífið leitt í leiknum í dag en hann var seldur frá félaginu sumarið 2004. Stuðningsmenn Everton geta hinsvegar einbeitt sér að öðru en að baula á Rooney.

Wayne Rooney og kona hans Coleen sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þau báðu um frið til þess að vinna út úr sínum málum eftir að, eins þau komust að orði, afar erfiða og sársaukafulla sex daga.

Byrjunarlið Man Utd: Van der Sar, Neville, Vidic, Jonathan Evans, Evra, Scholes, O'Shea, Fletcher, Nani, Berbatov, Giggs.

Varamenn: Kuszczak, Owen, Smalling, Park, Rafael Da Silva, Macheda, Gibson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×