Ekkert stoppar Chelsea - fullt hús og markatalan 17-1 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2010 15:46 Mickael Essien skoraði tvö fyrir Chelsea í dag. Mynd/AP Chelsea heldur sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann 3-1 sigur á West Ham í dag. Chelsea hefur náð í tólf stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum umferðunum og markatalan er 17-1 en West Ham maðurinn Scott Parker varð fyrstur til að koma boltanum í mark Chelsea á þessu tímabili þegar hann minnkaði muninn undir lok leiksins í dag. Það gengur ekki nógu vel hjá Manchester City þessa dagana en Patrick Viera tryggði liðinu 1-1 jafntefli á útivelli á móti Blackburn eftir laglegan samleik við Carlos Tevez. Mark Blackburn kom eftir mistök og skógarferð markvarðarins Joe Hart. Manchester City hefur aðeins fengið 5 stig út út fyrstu fjórum leikjunum sínum. Það tók Chelsea aðeins eina og hálfa mínútu aðkomast yfir á Upton Park þegar Mickael Essien skallaði inn hornspyrnu Didier Drogba. Salomon Kalou kom Chelsea síðan í 2-0 eftir einn einu vandræðalegu mistök markvarðarins Robert Green. Green missti boltann frá sér og Matthew Upson hreinsaði boltanum í Kalou og yfir Grenn og í markið. Essien innsiglaði síðan sigurinn með sínu öðru marki sjö mínútum fyrir leikslok en skömmu síðar náði Scott Parker að minnka muinnn. Grétar Rafn Steinsson og félagar í Bolton töpuðu í fyrsta sinn á tímabilinu þegar þeir heimsóttu Arsenal. Arsenal vann 4-1 sigur en tvö síðustu mörkin komu eftir að Gary Cahill hafði verið rekinn útaf á 63. mínútu. Francesc Fabregas átti stóran þátt í öllum mörkum Arsenal. Tottenham náði aðeins 1-1 jafntefli á móti West Bromwich Albion í fyrsta leik William Gallas og Rafael Van der Vaart með liðinu. Tottenham komst yfir en Chris Brunt tryggði West Brom stigið. Asamoah Gyan skoraði í sínum fyrsta leik með Sunderland eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik. Sunderland var þá manni færri eftir að Lee Cattermole hafði fengið sitt annað rauða spjald á tímabilinu. Antolin Alcaraz tryggði Wigan hinsvegar jafntefli fimm mínútum fyrir leikslok. Blackpool vann 2-0 sigur á Newcastle á St. James Park í uppgjöri nýliðanna sem höfðu báðir byrjað tímabilið vel. Blackpool er því áfram meðal efstu liða í deildinni.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:Everton - Manchester United 3-3 1-0 Steven Pienaar (39.), 1-1 Darren Fletcher (43.), 1-2 Nemanja Vidic (47.), 1-3 Dimitar Berbatov (66.), 2-3 Tim Cahill (90.+1), 3-3 Mikel Arteta (90.+2).Arsenal - Bolton 4-1 1-0 Laurent Koscielny (24.), 1-1 Johan Elmander (44.), 2-1 Marouane Chamakh (57.), 3-1 Alexandre Song (77.), 4-1 Carlos Vela (82.) Fulham - Wolverhampton 2-1 0-1 Jelle van Damme (10.), 1-1 Moussa Dembélé (48.), Moussa Dembélé (90.+2)Manchester City - Blackburn 1-1 0-1 Nikola Kalinic (25.), 1-1 Patrick Vieira (55.)Newcastle - Blackpool 0-2 0-1 Charlie Adam, víti (45.), 0-2 DJ Campbell (90.)West Bromwich Albion - Tottenham 1-1 0-1 Luka Modric (27.), 1-1 Chris Brunt (41.)West Ham - Chelsea 1-3 0-1 Mickael Essien (2.), 0-2 Salomon Kalou (17.), 0-3 Mickael Essien (83.), 1-3 Scott Parker (85.)Wigan - Sunderland 1-1 0-1 Asamoah Gyan (65.), 1-1 Antolin Alcaraz (85.) Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Chelsea heldur sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann 3-1 sigur á West Ham í dag. Chelsea hefur náð í tólf stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum umferðunum og markatalan er 17-1 en West Ham maðurinn Scott Parker varð fyrstur til að koma boltanum í mark Chelsea á þessu tímabili þegar hann minnkaði muninn undir lok leiksins í dag. Það gengur ekki nógu vel hjá Manchester City þessa dagana en Patrick Viera tryggði liðinu 1-1 jafntefli á útivelli á móti Blackburn eftir laglegan samleik við Carlos Tevez. Mark Blackburn kom eftir mistök og skógarferð markvarðarins Joe Hart. Manchester City hefur aðeins fengið 5 stig út út fyrstu fjórum leikjunum sínum. Það tók Chelsea aðeins eina og hálfa mínútu aðkomast yfir á Upton Park þegar Mickael Essien skallaði inn hornspyrnu Didier Drogba. Salomon Kalou kom Chelsea síðan í 2-0 eftir einn einu vandræðalegu mistök markvarðarins Robert Green. Green missti boltann frá sér og Matthew Upson hreinsaði boltanum í Kalou og yfir Grenn og í markið. Essien innsiglaði síðan sigurinn með sínu öðru marki sjö mínútum fyrir leikslok en skömmu síðar náði Scott Parker að minnka muinnn. Grétar Rafn Steinsson og félagar í Bolton töpuðu í fyrsta sinn á tímabilinu þegar þeir heimsóttu Arsenal. Arsenal vann 4-1 sigur en tvö síðustu mörkin komu eftir að Gary Cahill hafði verið rekinn útaf á 63. mínútu. Francesc Fabregas átti stóran þátt í öllum mörkum Arsenal. Tottenham náði aðeins 1-1 jafntefli á móti West Bromwich Albion í fyrsta leik William Gallas og Rafael Van der Vaart með liðinu. Tottenham komst yfir en Chris Brunt tryggði West Brom stigið. Asamoah Gyan skoraði í sínum fyrsta leik með Sunderland eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik. Sunderland var þá manni færri eftir að Lee Cattermole hafði fengið sitt annað rauða spjald á tímabilinu. Antolin Alcaraz tryggði Wigan hinsvegar jafntefli fimm mínútum fyrir leikslok. Blackpool vann 2-0 sigur á Newcastle á St. James Park í uppgjöri nýliðanna sem höfðu báðir byrjað tímabilið vel. Blackpool er því áfram meðal efstu liða í deildinni.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:Everton - Manchester United 3-3 1-0 Steven Pienaar (39.), 1-1 Darren Fletcher (43.), 1-2 Nemanja Vidic (47.), 1-3 Dimitar Berbatov (66.), 2-3 Tim Cahill (90.+1), 3-3 Mikel Arteta (90.+2).Arsenal - Bolton 4-1 1-0 Laurent Koscielny (24.), 1-1 Johan Elmander (44.), 2-1 Marouane Chamakh (57.), 3-1 Alexandre Song (77.), 4-1 Carlos Vela (82.) Fulham - Wolverhampton 2-1 0-1 Jelle van Damme (10.), 1-1 Moussa Dembélé (48.), Moussa Dembélé (90.+2)Manchester City - Blackburn 1-1 0-1 Nikola Kalinic (25.), 1-1 Patrick Vieira (55.)Newcastle - Blackpool 0-2 0-1 Charlie Adam, víti (45.), 0-2 DJ Campbell (90.)West Bromwich Albion - Tottenham 1-1 0-1 Luka Modric (27.), 1-1 Chris Brunt (41.)West Ham - Chelsea 1-3 0-1 Mickael Essien (2.), 0-2 Salomon Kalou (17.), 0-3 Mickael Essien (83.), 1-3 Scott Parker (85.)Wigan - Sunderland 1-1 0-1 Asamoah Gyan (65.), 1-1 Antolin Alcaraz (85.)
Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira