Fótbolti

Joachim Löw: Tilgangslaust að æfa vítaspyrnur

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Þegar Þjóðverjar slógu Argentínumenn út í átta liða úrslitunum á HM 2006 unnu þeir eftir vítaspyrnukeppni. Þjóðirnar mætast aftur í átta liða úrslitunum á morgun.

Sumir eyða miklum tíma í að æfa vítaspyrnur en Joachim Löw hefur ekki áhyggjur. "Það vita það allir að það er ekki hægt að æfa álagið og aðstæðurnar sem menn eru í eftir 120 mínútna knattspyrnuleik á þessu stigi mótsins. Það er því tilgangslaust að æfa vítaspyrnur," sagði þjálfarinn.

"Menn meiðast, þreytast, fá rauð spjöld eða er skipt útaf. Það er ekki hægt að sjá aðstæðurnar fyrir."

"Markmið okkar er bara að vinna leikinn á 90 mínútum," sagði Löw.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×