Allir sammála um ósanngirni laganna 6. mars 2010 08:00 Ólafur Ragnar Grímsson segir ákvörðun sína um að synja lögunum staðfestingar og vísa þeim til þjóðarinnar hafa skilað því að viðsemjendur Íslands hafi þokast í átt að eðlilegum og viðráðanlegum samningi.Fréttablaðið/GVA Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, segir þá ákvörðun sína að skjóta Icesave-málinu til þjóðarinnar hafa skilað þeim árangri að allir séu nú sammála um það að Icesave-samkomulagið sem gert var í fyrra hafi verið ósanngjarnt. Ólafur ætlar að mæta á kjörstað og greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin í dag. „Það er í samræmi við þá skoðun mína að kosningarétturinn er helgasti réttur hins lýðræðislega samfélags og sá grundvöllur sem það hvílir á," segir hann. Ýmsir, meðal annars leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna, hafa lýst atkvæðagreiðslunni sem marklausri, einkum í ljósi þess að nú standi yfir viðræður við Breta og Hollendinga um hagstæðari samning. Bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon hafa lýst því yfir að þau muni ekki mæta á kjörstað í dag. Ólafur segist ekki ætla að blanda sér mikið inn í þá umræðu. „Hins vegar hefur þessi þjóðaratkvæðagreiðslu alveg afdráttarlausa og skýra stöðu í stjórnskipun lýðveldisins," segir hann. „Icesave-lögin tóku gildi, í samræmi við 26. grein stjórnarskrárinnar, í byrjun árs. Ef þjóðin ákveður ekki að afnema þau í atkvæðagreiðslunni á morgun þá munu þau gilda áfram og vera endanleg niðurstaða málsins. Það hefur ekkert frumvarp komið fram á Alþingi um að fella þessi lög úr gildi svo að það er eðli atkvæðagreiðslunnar á morgun að ákveða hvort þessi lög gilda eða ekki. Það er nú varla hægt að hafa djúpstæðari merkingu." Þetta sé algjörlega óháð því hvað gerst hafi í samningaviðræðunum. „Hitt er hins vegar ánægjulegt að ákvörðunin um þjóðaratkvæðagreiðsluna og stuðningur þjóðarinnar við hana hefur orðið til þess að viðsemjendur Íslands hafa þokast mjög í þá átt að hægt sé að ná samningi sem talinn er eðlilegur og viðráðanlegur. Og það er ekki lítill árangur í sjálfu sér." Ólafur segist hafa verið ósammála þeim svartsýnu spám sem settar voru fram eftir að hann tók ákvörðun sína í byrjun janúar. Því hefði meðal annars verið spáð að Bretar og Hollendingar segðu sig frá málinu og skildu Íslendinga eina eftir. „Ég hafði enga trú á því vegna þess að ég taldi að skilningur þessara gömlu lýðræðisríkja á mikilvægi hins lýðræðislega réttar íslensku þjóðarinnar væri slíkur að menn myndu taka mið af því og átta sig þá á því, eins og gerst hefur á undanförnum vikum, að það samkomulag sem gert var á síðastliðnu ári væri ekki sanngjarnt. Enda er það komið í ljós í þessu samningaferli á síðustu vikum að það eru allir sammála um það - Bretar, Hollendingar og samninganefnd Íslands - að það var ekki sanngjarnt." stigur@frettabladid.is Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, segir þá ákvörðun sína að skjóta Icesave-málinu til þjóðarinnar hafa skilað þeim árangri að allir séu nú sammála um það að Icesave-samkomulagið sem gert var í fyrra hafi verið ósanngjarnt. Ólafur ætlar að mæta á kjörstað og greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin í dag. „Það er í samræmi við þá skoðun mína að kosningarétturinn er helgasti réttur hins lýðræðislega samfélags og sá grundvöllur sem það hvílir á," segir hann. Ýmsir, meðal annars leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna, hafa lýst atkvæðagreiðslunni sem marklausri, einkum í ljósi þess að nú standi yfir viðræður við Breta og Hollendinga um hagstæðari samning. Bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon hafa lýst því yfir að þau muni ekki mæta á kjörstað í dag. Ólafur segist ekki ætla að blanda sér mikið inn í þá umræðu. „Hins vegar hefur þessi þjóðaratkvæðagreiðslu alveg afdráttarlausa og skýra stöðu í stjórnskipun lýðveldisins," segir hann. „Icesave-lögin tóku gildi, í samræmi við 26. grein stjórnarskrárinnar, í byrjun árs. Ef þjóðin ákveður ekki að afnema þau í atkvæðagreiðslunni á morgun þá munu þau gilda áfram og vera endanleg niðurstaða málsins. Það hefur ekkert frumvarp komið fram á Alþingi um að fella þessi lög úr gildi svo að það er eðli atkvæðagreiðslunnar á morgun að ákveða hvort þessi lög gilda eða ekki. Það er nú varla hægt að hafa djúpstæðari merkingu." Þetta sé algjörlega óháð því hvað gerst hafi í samningaviðræðunum. „Hitt er hins vegar ánægjulegt að ákvörðunin um þjóðaratkvæðagreiðsluna og stuðningur þjóðarinnar við hana hefur orðið til þess að viðsemjendur Íslands hafa þokast mjög í þá átt að hægt sé að ná samningi sem talinn er eðlilegur og viðráðanlegur. Og það er ekki lítill árangur í sjálfu sér." Ólafur segist hafa verið ósammála þeim svartsýnu spám sem settar voru fram eftir að hann tók ákvörðun sína í byrjun janúar. Því hefði meðal annars verið spáð að Bretar og Hollendingar segðu sig frá málinu og skildu Íslendinga eina eftir. „Ég hafði enga trú á því vegna þess að ég taldi að skilningur þessara gömlu lýðræðisríkja á mikilvægi hins lýðræðislega réttar íslensku þjóðarinnar væri slíkur að menn myndu taka mið af því og átta sig þá á því, eins og gerst hefur á undanförnum vikum, að það samkomulag sem gert var á síðastliðnu ári væri ekki sanngjarnt. Enda er það komið í ljós í þessu samningaferli á síðustu vikum að það eru allir sammála um það - Bretar, Hollendingar og samninganefnd Íslands - að það var ekki sanngjarnt." stigur@frettabladid.is
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira