Allir sammála um ósanngirni laganna 6. mars 2010 08:00 Ólafur Ragnar Grímsson segir ákvörðun sína um að synja lögunum staðfestingar og vísa þeim til þjóðarinnar hafa skilað því að viðsemjendur Íslands hafi þokast í átt að eðlilegum og viðráðanlegum samningi.Fréttablaðið/GVA Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, segir þá ákvörðun sína að skjóta Icesave-málinu til þjóðarinnar hafa skilað þeim árangri að allir séu nú sammála um það að Icesave-samkomulagið sem gert var í fyrra hafi verið ósanngjarnt. Ólafur ætlar að mæta á kjörstað og greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin í dag. „Það er í samræmi við þá skoðun mína að kosningarétturinn er helgasti réttur hins lýðræðislega samfélags og sá grundvöllur sem það hvílir á," segir hann. Ýmsir, meðal annars leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna, hafa lýst atkvæðagreiðslunni sem marklausri, einkum í ljósi þess að nú standi yfir viðræður við Breta og Hollendinga um hagstæðari samning. Bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon hafa lýst því yfir að þau muni ekki mæta á kjörstað í dag. Ólafur segist ekki ætla að blanda sér mikið inn í þá umræðu. „Hins vegar hefur þessi þjóðaratkvæðagreiðslu alveg afdráttarlausa og skýra stöðu í stjórnskipun lýðveldisins," segir hann. „Icesave-lögin tóku gildi, í samræmi við 26. grein stjórnarskrárinnar, í byrjun árs. Ef þjóðin ákveður ekki að afnema þau í atkvæðagreiðslunni á morgun þá munu þau gilda áfram og vera endanleg niðurstaða málsins. Það hefur ekkert frumvarp komið fram á Alþingi um að fella þessi lög úr gildi svo að það er eðli atkvæðagreiðslunnar á morgun að ákveða hvort þessi lög gilda eða ekki. Það er nú varla hægt að hafa djúpstæðari merkingu." Þetta sé algjörlega óháð því hvað gerst hafi í samningaviðræðunum. „Hitt er hins vegar ánægjulegt að ákvörðunin um þjóðaratkvæðagreiðsluna og stuðningur þjóðarinnar við hana hefur orðið til þess að viðsemjendur Íslands hafa þokast mjög í þá átt að hægt sé að ná samningi sem talinn er eðlilegur og viðráðanlegur. Og það er ekki lítill árangur í sjálfu sér." Ólafur segist hafa verið ósammála þeim svartsýnu spám sem settar voru fram eftir að hann tók ákvörðun sína í byrjun janúar. Því hefði meðal annars verið spáð að Bretar og Hollendingar segðu sig frá málinu og skildu Íslendinga eina eftir. „Ég hafði enga trú á því vegna þess að ég taldi að skilningur þessara gömlu lýðræðisríkja á mikilvægi hins lýðræðislega réttar íslensku þjóðarinnar væri slíkur að menn myndu taka mið af því og átta sig þá á því, eins og gerst hefur á undanförnum vikum, að það samkomulag sem gert var á síðastliðnu ári væri ekki sanngjarnt. Enda er það komið í ljós í þessu samningaferli á síðustu vikum að það eru allir sammála um það - Bretar, Hollendingar og samninganefnd Íslands - að það var ekki sanngjarnt." stigur@frettabladid.is Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, segir þá ákvörðun sína að skjóta Icesave-málinu til þjóðarinnar hafa skilað þeim árangri að allir séu nú sammála um það að Icesave-samkomulagið sem gert var í fyrra hafi verið ósanngjarnt. Ólafur ætlar að mæta á kjörstað og greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin í dag. „Það er í samræmi við þá skoðun mína að kosningarétturinn er helgasti réttur hins lýðræðislega samfélags og sá grundvöllur sem það hvílir á," segir hann. Ýmsir, meðal annars leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna, hafa lýst atkvæðagreiðslunni sem marklausri, einkum í ljósi þess að nú standi yfir viðræður við Breta og Hollendinga um hagstæðari samning. Bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon hafa lýst því yfir að þau muni ekki mæta á kjörstað í dag. Ólafur segist ekki ætla að blanda sér mikið inn í þá umræðu. „Hins vegar hefur þessi þjóðaratkvæðagreiðslu alveg afdráttarlausa og skýra stöðu í stjórnskipun lýðveldisins," segir hann. „Icesave-lögin tóku gildi, í samræmi við 26. grein stjórnarskrárinnar, í byrjun árs. Ef þjóðin ákveður ekki að afnema þau í atkvæðagreiðslunni á morgun þá munu þau gilda áfram og vera endanleg niðurstaða málsins. Það hefur ekkert frumvarp komið fram á Alþingi um að fella þessi lög úr gildi svo að það er eðli atkvæðagreiðslunnar á morgun að ákveða hvort þessi lög gilda eða ekki. Það er nú varla hægt að hafa djúpstæðari merkingu." Þetta sé algjörlega óháð því hvað gerst hafi í samningaviðræðunum. „Hitt er hins vegar ánægjulegt að ákvörðunin um þjóðaratkvæðagreiðsluna og stuðningur þjóðarinnar við hana hefur orðið til þess að viðsemjendur Íslands hafa þokast mjög í þá átt að hægt sé að ná samningi sem talinn er eðlilegur og viðráðanlegur. Og það er ekki lítill árangur í sjálfu sér." Ólafur segist hafa verið ósammála þeim svartsýnu spám sem settar voru fram eftir að hann tók ákvörðun sína í byrjun janúar. Því hefði meðal annars verið spáð að Bretar og Hollendingar segðu sig frá málinu og skildu Íslendinga eina eftir. „Ég hafði enga trú á því vegna þess að ég taldi að skilningur þessara gömlu lýðræðisríkja á mikilvægi hins lýðræðislega réttar íslensku þjóðarinnar væri slíkur að menn myndu taka mið af því og átta sig þá á því, eins og gerst hefur á undanförnum vikum, að það samkomulag sem gert var á síðastliðnu ári væri ekki sanngjarnt. Enda er það komið í ljós í þessu samningaferli á síðustu vikum að það eru allir sammála um það - Bretar, Hollendingar og samninganefnd Íslands - að það var ekki sanngjarnt." stigur@frettabladid.is
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira