Allir sammála um ósanngirni laganna 6. mars 2010 08:00 Ólafur Ragnar Grímsson segir ákvörðun sína um að synja lögunum staðfestingar og vísa þeim til þjóðarinnar hafa skilað því að viðsemjendur Íslands hafi þokast í átt að eðlilegum og viðráðanlegum samningi.Fréttablaðið/GVA Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, segir þá ákvörðun sína að skjóta Icesave-málinu til þjóðarinnar hafa skilað þeim árangri að allir séu nú sammála um það að Icesave-samkomulagið sem gert var í fyrra hafi verið ósanngjarnt. Ólafur ætlar að mæta á kjörstað og greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin í dag. „Það er í samræmi við þá skoðun mína að kosningarétturinn er helgasti réttur hins lýðræðislega samfélags og sá grundvöllur sem það hvílir á," segir hann. Ýmsir, meðal annars leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna, hafa lýst atkvæðagreiðslunni sem marklausri, einkum í ljósi þess að nú standi yfir viðræður við Breta og Hollendinga um hagstæðari samning. Bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon hafa lýst því yfir að þau muni ekki mæta á kjörstað í dag. Ólafur segist ekki ætla að blanda sér mikið inn í þá umræðu. „Hins vegar hefur þessi þjóðaratkvæðagreiðslu alveg afdráttarlausa og skýra stöðu í stjórnskipun lýðveldisins," segir hann. „Icesave-lögin tóku gildi, í samræmi við 26. grein stjórnarskrárinnar, í byrjun árs. Ef þjóðin ákveður ekki að afnema þau í atkvæðagreiðslunni á morgun þá munu þau gilda áfram og vera endanleg niðurstaða málsins. Það hefur ekkert frumvarp komið fram á Alþingi um að fella þessi lög úr gildi svo að það er eðli atkvæðagreiðslunnar á morgun að ákveða hvort þessi lög gilda eða ekki. Það er nú varla hægt að hafa djúpstæðari merkingu." Þetta sé algjörlega óháð því hvað gerst hafi í samningaviðræðunum. „Hitt er hins vegar ánægjulegt að ákvörðunin um þjóðaratkvæðagreiðsluna og stuðningur þjóðarinnar við hana hefur orðið til þess að viðsemjendur Íslands hafa þokast mjög í þá átt að hægt sé að ná samningi sem talinn er eðlilegur og viðráðanlegur. Og það er ekki lítill árangur í sjálfu sér." Ólafur segist hafa verið ósammála þeim svartsýnu spám sem settar voru fram eftir að hann tók ákvörðun sína í byrjun janúar. Því hefði meðal annars verið spáð að Bretar og Hollendingar segðu sig frá málinu og skildu Íslendinga eina eftir. „Ég hafði enga trú á því vegna þess að ég taldi að skilningur þessara gömlu lýðræðisríkja á mikilvægi hins lýðræðislega réttar íslensku þjóðarinnar væri slíkur að menn myndu taka mið af því og átta sig þá á því, eins og gerst hefur á undanförnum vikum, að það samkomulag sem gert var á síðastliðnu ári væri ekki sanngjarnt. Enda er það komið í ljós í þessu samningaferli á síðustu vikum að það eru allir sammála um það - Bretar, Hollendingar og samninganefnd Íslands - að það var ekki sanngjarnt." stigur@frettabladid.is Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Sjá meira
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, segir þá ákvörðun sína að skjóta Icesave-málinu til þjóðarinnar hafa skilað þeim árangri að allir séu nú sammála um það að Icesave-samkomulagið sem gert var í fyrra hafi verið ósanngjarnt. Ólafur ætlar að mæta á kjörstað og greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin í dag. „Það er í samræmi við þá skoðun mína að kosningarétturinn er helgasti réttur hins lýðræðislega samfélags og sá grundvöllur sem það hvílir á," segir hann. Ýmsir, meðal annars leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna, hafa lýst atkvæðagreiðslunni sem marklausri, einkum í ljósi þess að nú standi yfir viðræður við Breta og Hollendinga um hagstæðari samning. Bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon hafa lýst því yfir að þau muni ekki mæta á kjörstað í dag. Ólafur segist ekki ætla að blanda sér mikið inn í þá umræðu. „Hins vegar hefur þessi þjóðaratkvæðagreiðslu alveg afdráttarlausa og skýra stöðu í stjórnskipun lýðveldisins," segir hann. „Icesave-lögin tóku gildi, í samræmi við 26. grein stjórnarskrárinnar, í byrjun árs. Ef þjóðin ákveður ekki að afnema þau í atkvæðagreiðslunni á morgun þá munu þau gilda áfram og vera endanleg niðurstaða málsins. Það hefur ekkert frumvarp komið fram á Alþingi um að fella þessi lög úr gildi svo að það er eðli atkvæðagreiðslunnar á morgun að ákveða hvort þessi lög gilda eða ekki. Það er nú varla hægt að hafa djúpstæðari merkingu." Þetta sé algjörlega óháð því hvað gerst hafi í samningaviðræðunum. „Hitt er hins vegar ánægjulegt að ákvörðunin um þjóðaratkvæðagreiðsluna og stuðningur þjóðarinnar við hana hefur orðið til þess að viðsemjendur Íslands hafa þokast mjög í þá átt að hægt sé að ná samningi sem talinn er eðlilegur og viðráðanlegur. Og það er ekki lítill árangur í sjálfu sér." Ólafur segist hafa verið ósammála þeim svartsýnu spám sem settar voru fram eftir að hann tók ákvörðun sína í byrjun janúar. Því hefði meðal annars verið spáð að Bretar og Hollendingar segðu sig frá málinu og skildu Íslendinga eina eftir. „Ég hafði enga trú á því vegna þess að ég taldi að skilningur þessara gömlu lýðræðisríkja á mikilvægi hins lýðræðislega réttar íslensku þjóðarinnar væri slíkur að menn myndu taka mið af því og átta sig þá á því, eins og gerst hefur á undanförnum vikum, að það samkomulag sem gert var á síðastliðnu ári væri ekki sanngjarnt. Enda er það komið í ljós í þessu samningaferli á síðustu vikum að það eru allir sammála um það - Bretar, Hollendingar og samninganefnd Íslands - að það var ekki sanngjarnt." stigur@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Sjá meira