Enski boltinn

Capello líkir Rooney við Raul

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Landsliðsþjálfari Englands, Fabio Capello, segir að það sé margt sameiginlegt með Wayne Rooney og Spánverjanum Raul.

Capello hefur unnið með báðum leikmönnum en hann stýrði Raul hjá Real Madrid á sínum tíma.

„Wayne Rooney er einn hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef þjálfað. Mér finnst hann vera eins og Raul. Hann er afar mikilvægur leikmaður hjá stóru félagi. Hann vill læra í hvert skipti sem hann æfir," sagði Capello og bætti við að báðir leikmenn væru miklir leiðtogar.

„Hann vill alltaf vera á vellinum. Það skiptir hann miklu máli. Bestu leikmennirnir vilja alltaf spila, allan tímann."

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×