Umfjöllun: Ólafur Karl skellti blautri tusku í andlit KR-inga í Garðabæ Elvar Geir Magnússon skrifar 20. maí 2010 19:15 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Anton Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvívegis fyrir KR gegn Stjörnunni í kvöld en það dugði þó aðeins til jafnteflis. Varamaðurinn Ólafur Karl Finsen jafnaði fyrir Stjörnuna í 2-2 skömmu fyrir leikslok en það urðu lokatölur leiksins. KR-ingar eru því aðeins með tvö stig eftir þrjár umferðir sem er langt undir væntingum í Vesturbænum. Það var þó allt annað að sjá til spilamennsku liðsins frá leiknum gegn Selfossi í síðustu umferð. Stjarnan byrjaði leikinn mun betur og komst yfir strax á sjöttu mínútu þegar bakvörðurinn Baldvin Sturluson skoraði laglegt mark eftir aukaspyrnu frá Daníeli Laxdal. Baldvin hefur leikið vel í upphafi mótsins. Kjartan Henry fékk tvö ágætis færi áður en hann náði að jafna á sextándu mínútu. KR náði í kjölfarið algjörum tökum á leiknum en fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikur fór nokkuð rólega af stað en eftir hrikaleg varnarmistök heimamanna skoraði Kjartan sitt annað mark á 64. mínútu og staðan orðin 2-1. Í kjölfarið fengu KR-ingar tvö virkilega góð tækifæri til að gera út um leikinn með þriðja markinu en náðu því ekki. Þeim var refsað fyrir það á 88. mínútu þegar Ólafur Karl skoraði eftir klafs í teignum. Spurningamerki má setja við viðbrögð Þórðar Ingasonar í markinu en hann var virkilega óöruggur í leiknum. Mikil vonbrigði fyrir Vesturbæjarliðið en Stjörnumenn voru augljóslega mun ánægðari með úrslitin. Viktor Bjarki Arnarsson sýndi loks af hverju hann var í atvinnumennsku. Eftir skammarlega frammistöðu í fyrstu tveimur leikjunum steig hann upp í kvöld og stóð sig frábærlega. En það er ekkert grín að mæta Stjörnumönnum á gervigrasinu og ekkert hægt að bóka þar. Garðbæingar hafa öflugt lið og lögðu ekki árar í bót þó róðurinn hafi verið nokkuð þungur um tíma. Stjarnan - KR 2-21-0 Baldvin Sturluson (6.) 1-1 Kjartan Henry Finnbogason (16.) 1-2 Kjartan Henry Finnbogason (64.) 2-2 Ólafur Karl Finsen (88.) Áhorfendur: 1.292 Dómari: Magnús Þórisson (6)Tölfræðin: Skot (á mark): 11-13 (5-5) Varin skot: Bjarni 3 - Þórður 3 Horn: 5-4 Aukaspyrnur fengnar: 17-17 Rangstöður: 0-0 Stjarnan 4-5-1Bjarni Þórður Halldórsson 5 Baldvin Sturluson 7 Daníel Laxdal 5 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Jóhann Laxdal 7 Dennis Danry 6 Bjarki Páll Eysteinsson 4 (50. Ólafur Karl Finsen 6) Halldór Orri Björnsson 8 Atli Jóhannsson 6 (86. Hilmar Hilmarsson -) Þorvaldur Árnason 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 5 KR 4-4-2 Þórður Ingason 4 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Baldur Sigurðsson 7 Mark Rutgers 4 Guðmundur Reynir Gunnarsson 7 Gunnar Örn Jónsson 5 Bjarni Guðjónsson 7 Viktor Bjarki Arnarsson 8* - Maður leiksins Óskar Örn Hauksson 7 Guðjón Baldvinsson 6 (90. Björgólfur Takefusa -) Kjartan Henry Finnbogason 8 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón: Vantar drápseðlið í okkur „Einbeitingarleysið heldur áfram," sagði Guðjón Baldvinsson, sóknarmaður KR, eftir 2-2 jafnteflið gegn Stjörnunni í kvöld. Guðjón var að leika gegn uppeldisfélagi sínu og fékk kyndingar úr stúkunni. 20. maí 2010 22:25 Bjarni: Verðum að fagna þessu stigi Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með stigið gegn KR í kvöld. Jafntefli 2-2 var niðurstaðan þar sem Ólafur Karl FInsen jafnaði fyrir Stjörnina í lokin. 20. maí 2010 22:35 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvívegis fyrir KR gegn Stjörnunni í kvöld en það dugði þó aðeins til jafnteflis. Varamaðurinn Ólafur Karl Finsen jafnaði fyrir Stjörnuna í 2-2 skömmu fyrir leikslok en það urðu lokatölur leiksins. KR-ingar eru því aðeins með tvö stig eftir þrjár umferðir sem er langt undir væntingum í Vesturbænum. Það var þó allt annað að sjá til spilamennsku liðsins frá leiknum gegn Selfossi í síðustu umferð. Stjarnan byrjaði leikinn mun betur og komst yfir strax á sjöttu mínútu þegar bakvörðurinn Baldvin Sturluson skoraði laglegt mark eftir aukaspyrnu frá Daníeli Laxdal. Baldvin hefur leikið vel í upphafi mótsins. Kjartan Henry fékk tvö ágætis færi áður en hann náði að jafna á sextándu mínútu. KR náði í kjölfarið algjörum tökum á leiknum en fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikur fór nokkuð rólega af stað en eftir hrikaleg varnarmistök heimamanna skoraði Kjartan sitt annað mark á 64. mínútu og staðan orðin 2-1. Í kjölfarið fengu KR-ingar tvö virkilega góð tækifæri til að gera út um leikinn með þriðja markinu en náðu því ekki. Þeim var refsað fyrir það á 88. mínútu þegar Ólafur Karl skoraði eftir klafs í teignum. Spurningamerki má setja við viðbrögð Þórðar Ingasonar í markinu en hann var virkilega óöruggur í leiknum. Mikil vonbrigði fyrir Vesturbæjarliðið en Stjörnumenn voru augljóslega mun ánægðari með úrslitin. Viktor Bjarki Arnarsson sýndi loks af hverju hann var í atvinnumennsku. Eftir skammarlega frammistöðu í fyrstu tveimur leikjunum steig hann upp í kvöld og stóð sig frábærlega. En það er ekkert grín að mæta Stjörnumönnum á gervigrasinu og ekkert hægt að bóka þar. Garðbæingar hafa öflugt lið og lögðu ekki árar í bót þó róðurinn hafi verið nokkuð þungur um tíma. Stjarnan - KR 2-21-0 Baldvin Sturluson (6.) 1-1 Kjartan Henry Finnbogason (16.) 1-2 Kjartan Henry Finnbogason (64.) 2-2 Ólafur Karl Finsen (88.) Áhorfendur: 1.292 Dómari: Magnús Þórisson (6)Tölfræðin: Skot (á mark): 11-13 (5-5) Varin skot: Bjarni 3 - Þórður 3 Horn: 5-4 Aukaspyrnur fengnar: 17-17 Rangstöður: 0-0 Stjarnan 4-5-1Bjarni Þórður Halldórsson 5 Baldvin Sturluson 7 Daníel Laxdal 5 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Jóhann Laxdal 7 Dennis Danry 6 Bjarki Páll Eysteinsson 4 (50. Ólafur Karl Finsen 6) Halldór Orri Björnsson 8 Atli Jóhannsson 6 (86. Hilmar Hilmarsson -) Þorvaldur Árnason 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 5 KR 4-4-2 Þórður Ingason 4 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Baldur Sigurðsson 7 Mark Rutgers 4 Guðmundur Reynir Gunnarsson 7 Gunnar Örn Jónsson 5 Bjarni Guðjónsson 7 Viktor Bjarki Arnarsson 8* - Maður leiksins Óskar Örn Hauksson 7 Guðjón Baldvinsson 6 (90. Björgólfur Takefusa -) Kjartan Henry Finnbogason 8
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón: Vantar drápseðlið í okkur „Einbeitingarleysið heldur áfram," sagði Guðjón Baldvinsson, sóknarmaður KR, eftir 2-2 jafnteflið gegn Stjörnunni í kvöld. Guðjón var að leika gegn uppeldisfélagi sínu og fékk kyndingar úr stúkunni. 20. maí 2010 22:25 Bjarni: Verðum að fagna þessu stigi Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með stigið gegn KR í kvöld. Jafntefli 2-2 var niðurstaðan þar sem Ólafur Karl FInsen jafnaði fyrir Stjörnina í lokin. 20. maí 2010 22:35 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Guðjón: Vantar drápseðlið í okkur „Einbeitingarleysið heldur áfram," sagði Guðjón Baldvinsson, sóknarmaður KR, eftir 2-2 jafnteflið gegn Stjörnunni í kvöld. Guðjón var að leika gegn uppeldisfélagi sínu og fékk kyndingar úr stúkunni. 20. maí 2010 22:25
Bjarni: Verðum að fagna þessu stigi Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með stigið gegn KR í kvöld. Jafntefli 2-2 var niðurstaðan þar sem Ólafur Karl FInsen jafnaði fyrir Stjörnina í lokin. 20. maí 2010 22:35