Fótbolti

Sneijder fær markið skráð á sig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wesley Sneijder fagnar eftir leikinn í gær.
Wesley Sneijder fagnar eftir leikinn í gær. Nordic Photos / Getty Images

Wesley Sneijder fær fyrra markið sem Holland skoraði gegn Brasilíu í fjórðungsúrslitum HM í Suður-Afríku í gær skráð á sig.

Markið kom eftir að skot Sneijder af löngu færi hafnaði í markinu en með viðkomu í Felipe Melo, leikmanni brasilíska landsliðsins.

Fyrst um sinn var markið skráð á Melo en nefnd á vegum Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, ákvað að markið skyldi skráð á Sneijder.

Boltinn stefndi alltaf á markið og snerting Melo breytti því ekki.

Sneijder hefur því skorað alls fjögur mörk í keppninni til þessa og er markahæsti leikmaður hennar ásamt þeim Gonzalo Higuain, Robert Vittek og David Villa.

Hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Hollands í leiknum en liðið mætir næst Úrúgvæ í undanúrslitum keppninnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×