Neyðarsjóður ESB styrkir markaðina 11. maí 2010 03:30 Olli Rehn, framkvæmdastjóri efnahags- og gjaldeyrismála innan Evrópusambandsins, kynnti nýjan neyðarsjóð á fundi með fjölmiðlafólki í Brussel í Belgíu í gær. Fréttablaðið/AP Evrópskar hlutabréfavísitölur hækkuðu mikið í gær eftir að Evrópusambandið tilkynnti að stofnaður yrði neyðarsjóður til að koma í veg fyrir að fjárhagsvandi Grikklands breiddi úr sér til annarra landa sambandsins. Aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) hafa samþykkt að leggja 750 milljarða evra, jafnvirði ríflega 123 þúsund milljarða íslenskra króna, í neyðarsjóðinn. Aðildarríki munu geta fengið lán úr sjóðnum til að koma í veg fyrir að þau lendi í svipuðum skuldavanda og Grikkir. Evrópski Seðlabankinn mun einnig hefja mikil uppkaup á skuldum aðildarríkja ESB og einkaaðila til að halda mörkuðum stöðugum og lækka kostnað við lántökur. Bandaríski seðlabankinn mun styðja við aðgerðirnar með því að setja aftur í gang gjaldmiðlaskiptasamninga við Evrópska seðlabankann. Fréttir af neyðarsjóðnum höfðu strax mikil áhrif á gengi evrunnar og á hlutabréfavísitölur í Evrópu. Met var slegið í Madríd á Spáni þar sem hlutabréfavísitalan hækkaði um 14,43 prósent, sem er mesta hækkun þar á einum degi. Í Lissabon í Portúgal hækkaði hlutabréfavísitalan um 10,73 prósent. Það er einnig methækkun. Hækkunin á Spáni og í Portúgal kemur í kjölfar ótta við að löndin fari sömu leið og Grikkland, og þykir benda til þess að traust á fjármálakerfi landanna hafi aukist vegna neyðarsjóðsins. Aðrar evrópskar vísitölur hækkuðu einnig umtalsvert. Í París hækkuðu hlutabréf um 9,66 prósent, og FTSE-vísitalan í London hækkaði um 5,16 prósent. Sérfræðingar í fjármálamörkuðum telja að aðgerðir ESB-ríkjanna slökkvi að mestu þá elda sem erfitt ástand á Grikklandi hafi kveikt. Þeir benda þó á að til lengri tíma skapi það veikleika þegar skuldir ríkja sem eyði um efni fram lendi á endanum á herðum ábyrgðarfyllri ríkja. Þá skorti reglur til að koma í veg fyrir að vandamálið komi aftur upp síðar. brjann@frettabladid.is Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira
Evrópskar hlutabréfavísitölur hækkuðu mikið í gær eftir að Evrópusambandið tilkynnti að stofnaður yrði neyðarsjóður til að koma í veg fyrir að fjárhagsvandi Grikklands breiddi úr sér til annarra landa sambandsins. Aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) hafa samþykkt að leggja 750 milljarða evra, jafnvirði ríflega 123 þúsund milljarða íslenskra króna, í neyðarsjóðinn. Aðildarríki munu geta fengið lán úr sjóðnum til að koma í veg fyrir að þau lendi í svipuðum skuldavanda og Grikkir. Evrópski Seðlabankinn mun einnig hefja mikil uppkaup á skuldum aðildarríkja ESB og einkaaðila til að halda mörkuðum stöðugum og lækka kostnað við lántökur. Bandaríski seðlabankinn mun styðja við aðgerðirnar með því að setja aftur í gang gjaldmiðlaskiptasamninga við Evrópska seðlabankann. Fréttir af neyðarsjóðnum höfðu strax mikil áhrif á gengi evrunnar og á hlutabréfavísitölur í Evrópu. Met var slegið í Madríd á Spáni þar sem hlutabréfavísitalan hækkaði um 14,43 prósent, sem er mesta hækkun þar á einum degi. Í Lissabon í Portúgal hækkaði hlutabréfavísitalan um 10,73 prósent. Það er einnig methækkun. Hækkunin á Spáni og í Portúgal kemur í kjölfar ótta við að löndin fari sömu leið og Grikkland, og þykir benda til þess að traust á fjármálakerfi landanna hafi aukist vegna neyðarsjóðsins. Aðrar evrópskar vísitölur hækkuðu einnig umtalsvert. Í París hækkuðu hlutabréf um 9,66 prósent, og FTSE-vísitalan í London hækkaði um 5,16 prósent. Sérfræðingar í fjármálamörkuðum telja að aðgerðir ESB-ríkjanna slökkvi að mestu þá elda sem erfitt ástand á Grikklandi hafi kveikt. Þeir benda þó á að til lengri tíma skapi það veikleika þegar skuldir ríkja sem eyði um efni fram lendi á endanum á herðum ábyrgðarfyllri ríkja. Þá skorti reglur til að koma í veg fyrir að vandamálið komi aftur upp síðar. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira