Enski boltinn

Redknapp: Verðum að vinna þennan ef að við ætlum að vinna titilinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Redknapp, stjóri Tottenham.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham. Mynd/AFP
Tottenham hefur ekki unnið útisigur á nágrönnum sína í Arsenal í 17 ár en stjóri liðsins, Harry Redknapp, segist vera bjartsýnni á sigur en oft áður þar sem að liðið hans sé mun sterkara en það hefur verið síðustu tímabil. Norður-London slagur Arsenal og Tottenham hefst klukkan 12.45.

„Við erum sterkari en við höfum verið á þessu tímabili. Þegar ég kom með Tottenham hingað fyrst þá gerðum við 4-4 jafntefli og við ættum að geta farið fullir sjálfstraust inn í þennan leik núna," sagði Redknapp en Arsenal hefur náð 29 af 33 mögulegum út úr síðustu 11 innbyrðis leikjum liðanna í ensku úrvalsdeildinni.

„Við verðum að vinna leik eins og þennan ef að við ætlum okkur að vinna titilinn. Öll liðin í toppbaráttunni eiga nefnilega möguleika á að taka titilinn ef að þau ná að komast á gott skrið," segir Redknapp en Tottenham er nú í 7. sæti sjö stigum á eftir Arsenal og níu stigum á eftir toppliði Chelsea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×