Enski boltinn

Heskey tryggði Villa sigur gegn Úlfunum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Emile Heskey.
Emile Heskey.

Emile Heskey átti heilt yfir ekki góðan leik fyrir Aston Villa en skilaði þó sínu þegar liðið vann 2-1 útisigur gegn Wolves. Hann skoraði sigurmarkið með skalla undir lok leiksins.

Aston Villa leiddi með einu marki í hálfleik eftir mark Stewart Downing en Matt Jarvis jafnaði í seinni hálfleik áður en Heskey reyndist hetjan.

Villa er í fimmta sæti deildarinnar en Úlfarnir í því sextánda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×