Fótbolti

Heinze vill Maradona áfram sem þjálfara

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Heinze fagnar marki með landsliðinu.
Heinze fagnar marki með landsliðinu.
Gabriel Heinze leikmaður Argentínu vill að Diego Maradona, þjálfari landsliðsins, haldi áfram með liðið en Argentínumenn eru nú á heimleið eftir að hafa fengið skell á móti þjóðverjum í gær.

„Núna er ekki rétti tíminn til að taka ákvarðanir. Það er best að átta sig á hlutunum og róa hlutina áður en eitthvað verður ákveðið," sagði Heinze sem vill halda Maradona sem þjálfara.

„Maradona er búinn að vinna gott verk með liðið og það yrði frábært fyrir hann að halda áfram sem þjálfari landsliðsins."

„Ég styð fullkomlega val þjálfarans á liðinu fyrir HM og ég stend upp fyrir þessum hópi. Við getum tekið margt jákvætt úr þessari keppni en það eru alltaf úrslitin sem skipta máli og við klúðurum þessum þar," sagði Heinze



Fleiri fréttir

Sjá meira


×