Fótbolti

Aguirre sagði upp hjá Mexíkó

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Javier Aguirre hefur sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari Mexíkó. Liðið lenti í öðru sæti í A-riðli en tapaði svo fyrir Argentínu í 16-liða úrslitunum. "Ég verð að fara. Það finnst mér vera það eina rétta. Framtíðin er björt, hún er í höndum ungu leikmannanna. Allt sem ég gerði hugsaði ég út frá því sem var best fyrir Mexíkó," sagði þjálfarinn. Næsti þjálfari verður sá sjötti í röðinni frá árinu 2006.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×