Innlent

Fínt skíðafæri fyrir norðan

Þeir sem eru staddir á Norðurlandi geta brugðið sér á skíði í dag því opið er í Hlíðarfjalli og á Dalvík. Í Hlíðarfjalli er opið frá klukkan 10 - 16 og í morgun var þar tveggja stiga frost og nægur snjór í fjallinu.

Sami opnunartími er á skíðasvæðinu á Dalvík og þar er blíðuveður, hiti um frostmark, logn og snjókoma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×