Fótbolti

Arnar og félagar lögðu Anderlecht

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnar Þór Viðarsson í búningi Cercle Brügge.
Arnar Þór Viðarsson í búningi Cercle Brügge. Mynd/cerclebrugge.be

Cercle Brügge, lið Arnars Þórs Viðarssonar, vann í dag góðan 1-0 heimasigur á Anderlecht í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Liðið kom sér upp í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum í dag og er með nítján stig eftir ellefu leiki. Anderlecht er í því þriðja með 21 stig, átta stigum á eftir toppliði Genk.

Arnar hefur byrjað alla ellefu leiki Cercle Brügge á tímabilinu og aðeins einu sinni verið skipt af velli. Hann lék allan leikinn í dag.

KV Mechelen er einnig með nítján stig og er í sjötta sæti deildarinnar. Liðið gerði í gær 1-1 jafntefli við Westerlo á útivelli en Bjarni Þór Viðarsson, bróðir Arnars Þórs, var á bekknum hjá Mechelen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×