Enski boltinn

Áfrýjun Bolton hafnað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gary Cahill fær hér að líta umrætt rautt spjald.
Gary Cahill fær hér að líta umrætt rautt spjald. Nordic Photos / Getty Images

Gary Cahill, leikmaður Bolton, mun taka út þriggja leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn Arsenal á laugardaginn.

Cahill var dæmdur brotlegur fyrir að hafa tæklað Marouane Chamakh í leiknum og vildu forráðamenn Bolton meina að brotið hafi ekki verið svo gróft.

„Þetta var brot en ég tel að þetta hafi sannarlega ekki verið rautt spjald," sagði Owen Coyle, stjóri Bolton, eftir leikinn.

Cahill mun nú missa af leikjum Bolton gegn Aston Villa og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni sem og gegn Burnley í ensku deildabikarkeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×