Fótbolti

Zola á Sardiniu: Ég ætla að halda áfram

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
"Hvað er ég að gera rangt?" - Zola hugsi.
"Hvað er ég að gera rangt?" - Zola hugsi. Nordicphotos/Getty Images

Gianfranco Zola er efstur meðal veðbanka yfir þá stjóra sem verða reknir í ensku úrvalsdeildinni. Nú segja heimildir Soccernet að Zola ætli sér ekki að hætta með West Ham heldur berjast áfram á grafarbakkanum.

Soccernet greinir frá því að Zola hafi sent skilaboð aftur til Englands um að hann vilji halda áfram með lið West Ham sem er í slæmri stöðu í deildinni eftir sjötta tapið í röð um helgina, nú gegn Stoke á heimavelli.

Liðið hefur tapað sex leikjum í röð.

Eigendur félagsins sögðu í síðustu viku að Zola yrði áfram hjá félaginu en hann ákvað að gefa öllum leikmönnum frí eftir tapið um helgina og fór sjálfur heim til Sardiniu á Ítalíu þar sem hann fæddist til að hugsa um hvort hann ætti að segja af sér eða ekki.

Hann ákvað að halda áfram og mun stýra æfingu á miðvikudagsmorgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×