Fótbolti

Dómari kom í veg fyrir mark af 60 metra færi - myndband

Elvar Geir Magnússon skrifar

Leandro, miðjumaður brasilíska liðsins Atletico Sorocaba, var næstum búinn að skora ótrúlegt mark af 60 metra færi í leik gegn Palmeiras.

Þegar uppbótartími var í gangi lét hann vaða fyrir aftan miðju. Boltinn endaði í netinu en því miður fyrir aumingja Leandro taldi markið ekki þar sem dómarinn flautaði leikinn af meðan boltinn var í loftinu.

Smelltu hér til að sjá þetta atvik.

Það er þó bót í máli að Sorocaba bar sigur úr býtum í leiknum 2-1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×