Enski boltinn

Ancelotti: Erum ekki tilbúnir í slaginn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ancelotti tekur lagið á sigurhátíð Chelsea eftir síðasta tímabil.
Ancelotti tekur lagið á sigurhátíð Chelsea eftir síðasta tímabil.

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að sitt lið eigi enn talsvert í land. Liðið mætir WBA í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar þann 14. ágúst.

„Leikmennirnir tíu sem komu til baka 26. júlí þurfa tvær vikur til viðbótar til að komast í stand. Menn verða ekki klárir eftir aðeins átta daga vinnu," segir Ancelotti.

„Við höfum tapað þremur leikjum í röð á undirbúningstímabilinu og það er ekki nægilega gott. Við þurfum að vonast til þess að við komum til baka gegn Manchester United um næstu helgi og vinnum Samfélagsskjöldinn."

Ancelotti er ósáttur við varnarleikinn á undirbúningstímabilinu. „Í fortíðinni hefur vörnin verið full sjálfstrausts en nú er hún að missa einbeitingu. Við höfum gert mörg mistök og þurfum að sýna meiri karakter," segir Ancelotti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×