Enski boltinn

Tvö víti í framlengingu tryggðu Arsenal sigur á Tottenham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Arsenal fagna hér einu marka sinna í framlengingunni.
Leikmenn Arsenal fagna hér einu marka sinna í framlengingunni. Mynd/GettyImages
Arsenal vann 4-1 sigur á nágrönnum sínum í Tottenham í 3. umferð enska deildarbikarsins í kvöld. Leikurinn fór fram á White Hart Lane í kvöld og fór í framlengingu en staðan var 1-1 eftir 90 mínútur. Arsenal skoraði þrjú mörk í fyrri hluta framlengingarinnar og gerði þá út um leikinn.

Henri Lansbury kom Arsenal yfir með sínu fyrsta marki fyrir félagið en hann skoraði af stuttu færi eftir frábæran undirbúning frá Jack Wilshere strax á 16. mínútu.

Robbie Keane kom inn á sem varamaður í hálfleik og jafnaði leikinn innan fjögurra mínútna eftir að hafa fengið stungusendingu frá Kyle Naughton.

Það var ekki meira skorað í venjulegum leiktíma en Arsenal gerði út um leikinn með því að fá tvær vítaspyrnur á fyrstu sex mínútum framlengingarinnar og í bæði skiptin skoraði Samir Nasri af öryggi.

Samir Nasri fiskaði fyrra vítið sjálfur á Sebastian Bassong á 92. mínútu og fjórum mínútum síðar togaði Steven Caulker niður Marouane Chamakh í teignum.

Það var síðan Andrey Arshavin sem skoraði fjórða markið á 105. mínútu eftir sendingu frá Jack Wilshere.



Úrslitin í enska deildarbikarnum í kvöld:


Birmingham - Milton Keynes Dons 3-1

1-0 Alexander Hleb (24.), 2-0 Nikola Zigic (26.), 3-0 Craig Gardner (28.), 3-1 Aaron Wilbraham (80.)

Brentford - Everton 1-1 VÍTAKEPPNI (eftir framlengingu, 1-1)

0-1 Seamus Coleman (6.), 1-1 Gary Alexander (41.)

Burnley - Bolton 1-0

1-0 Wade Elliott (45.)

Millwall - Ipswich Town 1-2

Peterborough United - Swansea City 1-3

Portsmouth - Leicester City 1-2

Stoke - Fulham 2-0

1-0 Danny Higginbotham (23.), 2-0 Kenwyne Jones (79.)

Sunderland - West Ham 1-2

0-1 Frédéric Piquionne (35.), 1-1 Asamoah Gyan (41.), 1-2 Victor Obinna (59.)

Tottenham - Arsenal 1-4 (eftir framlengingu, 1-1)

0-1 Henri Lansbury (16.), 1-1 Robbie Keane (49.), 1-2 Samir Nasri, víti (92.) 1-3, Samir Nasri, víti (96.), 1-4 Andrey Arshavin (105.)

Wolverhampton - Notts County 4-2 (eftir framlengingu, 1-1)

0-1 Lee Hughes (57.), 1-1 Nenad Milijas (83.), 2-1 Steven Fletcher (92.), 3-1 Kevin Doyle (105.), 3-2 Kevin Smith (114.), 4-2 Kevin Doyle (119.)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×