Fótbolti

Miklar breytingar á brasilíska landsliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Neymar er ekki í landsliðinu.
Neymar er ekki í landsliðinu.

Hinn nýi landsliðsþjálfari Brasilíu, Mano Menezes, gerir miklar breytingar á leikmannahópi sínum fyrir landsleiki Brasilíu í október.

Á meðal þeirra sem detta út úr liðinu eru Inter-mennirnir Maicon og Lucio sem og ungstirnið Neymar.

"Ég vel þá í hópinn sem eru að standa sig best hverju sinni.  Neymar hefur verið í vandræðum með sinn leik og lent í vandræðum utan vallar," sagði Menezes.

"Við skiljum öll vandamál eftir fyrir utan landsliðið. Ég er með þessu að senda skýr skilaboð sem ná yfir alla leikmenn. Við erum ekki að reyna að vera sérstaklega vondir við Neymar. Ef hann finnur sitt fyrra form þá vel ég hann aftur í landsliðið."

Ronaldinho er ekki heldur valinn í landsliðið sem og Luis Fabiano, Felipe Melo og Diego.

Brasilíski hópurinn:

Markverðir: Victor (Gremio), Jefferson (Botafogo), Neto (Atletico Paranaense)

Varnarmenn: Daniel Alves (Barcelona), Mariano (Fluminense), Alex (Chelsea), Thiago Silva (Milan), David Luiz (Benfica), Andre Santos (Fenerbahce), Adriano (Barcelona)

Miðjumenn: Wesley (Werder Bremen), Sandro (Tottenham), Ramires (Chelsea), Philippe Coutinho (Inter), Lucas (Liverpool), Giuliano (Internacional), Elias (Corinthians), Carlos Eduardo (Rubin Kazan)

Framherjar: Robinho (Milan), Alexandre Pato (Milan), Nilmar (Villarreal), Andre (Dynamo Kiev)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×