Enski boltinn

Sneijder: Man Utd eina liðið sem ég yfirgef Inter fyrir

Elvar Geir Magnússon skrifar
Wesley Sneijder.
Wesley Sneijder.

„Það er ómögulegt að segja nei þegar ég er spurður að því hvort ég muni leika fyrir Manchester United einn daginn," segir Hollendingurinn Wesley Sneijder, leikmaður Inter.

„Ef tækifærið gefst getur maður varla hafnað því að spila fyrir eitt stærsta félagslið heims. Ég held að það sé ekki til leikmaður í heiminum sem sé tilbúinn að útiloka það að spila fyrir United."

„Ég hef spilað fyrir Real Madrid og er núna hjá Inter. Ef Manchester United hefur samband þá mun ég að sjálfsögðu hlusta á hvað félagið býður. Það er eina félagið sem getur fengið mig til að yfirgefa Inter."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×